Færsluflokkur: Bloggar
Hef verið óvenju latur síðustu vikuna - að minnsta kosti hvað varðar bloggið.
Hef verið að gera svona fullorðinz; mála og setja upp gardínur.
Þröstur hjálpaði mér að setja upp rúllugardínur í gær. Hlustuðum á nýjan disk hans og félaganna í Mínus; the great northern whale kill.
Ég er enginn Árni Matt, hvað þá einhver Arnar Eggert; þessi plata er þó að mínu mati þeirra besta hingað til.
Og þá er ekkert verið að miða við eitthvað drasl gott fólk.
Kíkið hér og náið í fyrstu smáskífuna; Futurist.
Textin á eitthvað svo vel við þegar tveir tattúveraðir menn á svörtum hlýrabolum - annar sínu flúraðri en hinn - standa í stofuglugga á Snorrabrautinni og skrúfa upp gardínur. Fá sér svo kaffi og kleinur og dást að handverkinu.
"We are far from children."
I wish!
Lagið er komið í spilarann hérna til hægri - frá mér séð.
Bloggar | 19.3.2007 | 15:11 (breytt kl. 19:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fyrrum veðurfréttakonan Guðríður gerði mistök þegar hún lét bóka að Gunnar Birgisson væri krútt.
Guðríður er ósannindakona og staðfestist það hér með.
Það er Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi og fyrrum blaðamaður sem er krútt. Gunnar er kannski óttalegt rassgat en Björn Ingi er krútt. Hann hefur meira að segja birt mynd á heimasíðu sinni því til sönnunar.
Takk fyrir það Björn.
Langar ykkur ekki bara að klípa hann í kinnarnar á þessari
Skora á Björn að birta nokkrar vel valdar greinar úr Viljanum sem hann ritstýrði á sínum yngri árum á Flateyri.
Bloggar | 11.3.2007 | 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Í dag eru einhverjir tveir mánuðir til kosninga.
Nýtt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá mun samkvæmt spá minni verða til þess að hér verður sama umræða í aðdraganda kosninga og var fyrir fjórum árum.
Það verður sem sagt rifist um fisk.
Mér heyrist línan á vinstri kantinum benda til að þar telji menn ákvæðið ekki gera annað en að stjórnarskrárbinda kvótakerfið. En það vilja vinstri menn og konur ekki sjá. Línan á miðjunni og áfram yfir til hægri er hins vegar sú að með ákvæðinu sé þjóðinni tryggð eign á náttúruauðlindum öllum - þó ekki þannig að eignarréttur manna sé skertur.
En það verður sem sagt rifist um fisk fyrir þessar kosningar gott fólk - já fisk.
Hver eigi hann hver megi hafa hann hver eigi að taka hann hver eigi að borða hann?
---------------------------
Fyrir fjórum árum skrifaði pabbi einhverrar Idol-stjörnunnar og þáverandi forstjóri ÚA bréf þar sem hann sagði næsta víst að hungursneyð vofði yfir starfsfólki á gólfinu í frystihúsunum og dekkjunum á togurunum ef fyrningarregla vinstri-mann fengist fram á alþingi - á tímabili var reyndar óttast að sömu tillögur væru bara ekkert á leiðinni fram úr ermum sömu vinstri flokka en það er annað mál.
Vinstri menn komust þó aldrei lengra með fyrningarhugmyndir sínar en sem umvafða loðnu orðfæri í eigin kosningabæklinga.
Hér var því "óbreytt ástand sem betur fer," eins og einn útgerðarmaðurinn orðaði það í hátíðarræðu eftir kosningar.
Síðan hafa margir hætt hjá ÚA en engin vegna róttækra breytinga í fiskveiðistjórnunarmálum; Akureyringar hafa orðið sömu áhyggjur og Ísfirðingar höfðu þegar Akureyringar keyptu stóra útgerð Ísfirðinga en áður höfðu Ísfirðingar keypt af öðrum kaupstað og svo koll af kolli.
Niðurstaða umræðna um sjávarútveg í síðustu kosningum var sem sagt engin. Hnútukast um handfærarúllur og smábáta sem ég veit ekki til að hafi nokkru skilað.
Egill Helgason sat sveittur og undrandi með viðmælendum sínum sem fóru leikandi með umræðuna út á Þórsbanka og til baka niður á Alþingi með viðkomu í litlu sjávarplássi.
Forstjórinn að norðan er ekki lengur forstjóri ÚA/Brims.
Hann starfar nú hjá Mjólkursamsölunni þar sem allt lítur út fyrir að hann þurfi ekki að skrifa bréf til starfsfólks sín og vara það við yfirvofandi breytingum á starfsumhverfi þeirra.
Hann sofnar áhyggjulaus á kjördag.
En það verður sem sagt rifist um fisk þessar kosningar. Fjölmiðlamenn þurfa að fara að skerpa á þekkingu sinni í veiðum með línu og net. Vita mun á trolli og nót.
Sting því upp á hópferð fjölmiðlamanna á einhverjum Grandatogaranum næst þegar hann er í landi. Fín aðstaða um borð í Örfiriseynni fyrir fyrirlestra og sjóvinnu - er hún annars ekki enn á landinu? Svo væri ekki slæmt að fá helgarnámskeið í framhaldinu um framsal, aflaheimildir og línuívilnun. Vísindaferð í Hafró og sjávarútvegsráðuneytið og kaffi niðrí LÍÚ og þaðan beint til Arthúrs og hans manna hjá smábátasjómönnum.
Guð veit að við munum þurfa að notfæra okkur þessa þekkingu þegar slorslagurinn byrjar.
Áhugasamir fjölmiðlungar skráið ykkur í athugasemdakerfið. Sérstaklega þú Sigmar minn. Þú veist ekkert um fisk, ef frá eru talin sílin í bæjarlæknum í Garðabæ.
Bloggar | 10.3.2007 | 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nú neyðist ég líkast til að biðjast afsökunar á því að hafa sagt keyptu í stað kauptu í síðasta bloggi - sýnist fólk vart hafa sofið vegna þessa. Afsakið Péturar PétuRssynir þessa lands.
Blaðamannaverðlaunin voru afhent um daginn og flest fínt um þau að segja. Hefði þó viljað að ein besta tilraun til fréttamennsku í Íþróttafréttum í lengri tíma hefði hlotið náð fyrir augum dómnefndar; nefnilega tilnefning hins húsvíska Henry Birgis Gunnarssonar, fréttamanns á Fréttablaðinu.
Henry hefur lengi baslað við að skrifa gagnrýnar fréttir af íþróttahreyfingunni og fyrir vikið ekki alltaf verið vinsælasti gesturinn á herrakvöldum íþróttafélaganna. Enda virðast margir halda að íþróttafréttamenn eigi að taka stöðuna, statistíkina og svo hypja sig heim að tölvunni. Annað eigi ekki erindi við lesendur, til dæmis ekki hvernig er farið með peninga skattgreiðenda í æskulýðs- og forvarnarmál og þeim úthlutað til að kaupa takkaskó á fullorðna menn sem nenna ekki að vinna.
Þar virðist eina forvörnin snúast um að fullorðnir menn fari aldrei í vinnuföt - heldur geti þeir fengið sér í vörina í jogginggallanum. Og eina tengingin við æskuna er að viðhalda henni sem lengst hjá stálpuðum körlum.
Henry hefur af húsvískum pönkaraskap hins vegar ákveðið að spyrja hvers vegna og af hverju? Hann hefur til dæmis oftar en einu sinni fjallað um vitleysisgang fullorðinna manna í stjórnum íþróttafélaga sem virðast halda sig í ativnnurekstri á frjálsum markaði en eru oftar en ekki að leika Hannes Smárason með æfingagjöld Sigga litla sjö ára.
Auðvitað eru ekki öll íþróttafélög í tómum skít - en þau sem eru það er allt í lagi að fjalla um.
Henry benti líka á mismunun í greiðslum til kvenna og karla hjá KSÍ og fór í saumana á íslenska leikmannamarkaðnum. Fyrir þetta fóru fullorðnir menn í fýlu við Henry. Ég hitti um daginn mann sem vegna eigin fjárskorts hefur sótt stíft að eyða peningum almennings og unglinga í að leika Mourinho. Hann sagði að Henry ætti að vera í "alvöru fréttum" ekki að pönkast á ungmennahreyfingunni.
Henry haltu áfram að pönkast í ungmennahreyfingunni. Ekki veitir af. Og ekki hætta að fjalla um Snört frá Kópaskeri og önnur verðandi stórlið þessa lands. Lifi Valur - Reyðarfirði
Breytti þessari færslu eftir að hafa fengið beiðni um það frá utanríkisþjónustunni. Virðist hafa gleymt R-i í föðurnafni Péturs Péturssonar. Heiður minn sem fjölmiðlamanns er að veði.
Bloggar | 6.3.2007 | 16:53 (breytt kl. 18:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggar | 3.3.2007 | 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Hef tekið mér pásu í smá tíma vegna leti og á meðan hefur Katrín Anna Guðmundsdóttir verið gestaritstjóri.
Þakkir fyrir það gæskan.
Merkilegustu frétt dagsins verður vonandi gerð skil í kvöldfréttum sjónvarpsstöðvanna. Grafíkerar þessar lands eru vonandi að skeyta mynd af klaustri kirkju og nokkrum munkum á stangli, inn á mynd af Kollaleiru minni.
Því eins og verðandi skemmtilegasti prestur landsins hefur frætt okkur um á sínu bloggi er þetta ekki bara eitthvað klaustur, svona eins og í Garðabænum eða Hafnarfirði.
Hell nó! Þetta er fyrsta munkaklaustrið frá Siðaskiptum.
Mennirnir sem fundu upp Cappucino-ið eru á leiðinni til Reyðarfjarðar.
Nú þekki ég ekkert til hjá kaþólskum, rétt séð bloggið hans Jóns Vals, reykinn í Vatikaninu og kirkju á Spáni. En er ekki magnað að fá munka.
Annars er ekki síður frétt í þessu fyrir þær sakir að þar með er það orðið að fullu ljóst - í það minnsta í mínum huga - að búsetu Guðmundar Más Hanssonar Beck og Höllu Kjartansdóttur konu hans, er þar með lokið á þessari nágrannajörð við Seljateig afa.
Guðmundur er fluttur úr bænum. Eins og hann hafði sagst ætla að gera. Hann gat ekki hugsað sér að búa áfram á Reyðarfirði Alcoa (Reyðarfirði Rio Tinto stallar betur en ég kysi það síður).
Guðmundur hlaut nýverið dóm fyrir að fá sér spássitúr um fjöruna á Framnesi. Í stað berjatínunnar var Guðmundur með töng. Hann klippti sér leið inn um girðingu Bechtel manna. Framhjá bílahjörð Securitas-mannanna og stöðvaði þar með alla vinnu á vinnusvæði álversins. Ekki snittað rör, ekki hellt upp á kaffi. Ekkert.
Ég hef farið með Mása, eins og Guðmundur er kallaður, í göngur. Snarbrjálaðir stóðum við einu sinni í Seljateigshálsinum svo andlitin urðu æðaber og öskruðum á hvorn annan. Mási hefur mikla rödd og reynslu í göngum. Ég hafði því ekki roð í hann og auk þess í mútum. Ég gafst því upp og hélt áfram að hlaupa í hringi utan um stressaðan rolluhóp.
Það verða allir eitthvað svo einkennilegir í göngum.
Ef Mási hefur verið í gangnahamnum þennan sumardag þarna á slóðum Róberts á Framnesi skil ég vel að 1500 manna vinnusvæði sem er á stærð við átta fótboltavelli - eða eitthvað álíka - skuli menn hafa lagt niður vinnu. Það hefur þá ekki verið með einhverri skipun að ofan neitt. Menn hafa hlaupið í skjól.
Mási fékk alla vega dóm og þar sem ég sá hann sitja í réttarsalnum í einhverjum fréttunum sá ég að nú hafði Mási fengið nóg. Hann hafði að vísu tafið framkvæmdir við álver Alcoa að sögn Bechtel manna en þó ekki þannig að hætt yrði við.
Mási flutti því til Akureyrar nýlega og brá búi. Ég hefði kosið að Mási byggi áfram á Reyðarfirði. Hver á nú að passa Kollaleirurósina?
Lítið blóm sem er sjaldgæft eins og maðurinn sem barðist fyrir sannfæringu sinni og tilvist þess en hafði bara sigur fyrir blómið.
Þegar Landsvirkjun óskaði framkvæmdaleyfis fyrir staurastæðurnar tvær sem færa munu stuð í álverið gerði Mási líkt og fleiri athugasemdir við legu línanna. Einhverjir fengu henni þokað einhverja metra frá eldhúsgluggunum sínum en Mási breyttu legu línastæðanna talsvert á þeim forsendum að útrýming Kollaleirurósarinnar væri næsta vís ef staurarnir færu ekki aðra leið.
Rósin vex einungis á tveimur stöðum á landinu eftir því sem mig minnir og langmest í landi Kollaleiru. gult blóm umkringt óvenjuskærum hvítum blöðum ef ég man þetta rétt.
Og þar sem enginn með hjarta myndi vilja útrýma rós þá færði Landsvirkjun sig. Davíð grætti Golíat sem beygði af og lét undan.
Fleiri urðu sigrar Guðmundar ekki í stríði hans gegn virkjun og stóriðju á Reyðarfirði. Til þess var andstæðingur of stór. Ég tel ekki daginn með þegar vinnan var stöðvuð.
Og hvað er betra en drottinn sjálfur almættið holdi klætt í líki kynsveltra karla til að taka við af Mása mínum.
Þeir munu gæta rósarinnar.
Blessaðir.
Klaustur á Kollaleiru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.3.2007 | 13:15 (breytt kl. 13:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Klöppum fyrir manninum sem fyrirskipaði morð á hundruðum og var svo boðið til Íslands í matarboð með æðstu mönnum landsins.
Klöppum fyrir mönnunum sem mynduðu typpi og píkur en fengu svo ekki að gista í bændagistingu á Íslandi.
Klöppum!!
Bloggar | 23.2.2007 | 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Skrifaði um daginn um Pál biskup. Jarðneskar leifar hans - allt að himneskar.
Nú hef ég heyrt að bumban sem ég talaði um að hefði verið best varðveitt úr kistu hans - en ekki bagallinn eins og barið er í okkur í barnaskólum - sé týnd. Þjóðminjasafnið mun hafa týnt þessu eftir því sem mér er sagt núna. Fornleifafræðingar eru klofnir í afstöðu sinni til þessa máls.
Þetta er þá orðin samsæriskenning.
Bloggar | 20.2.2007 | 11:44 (breytt kl. 11:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Í einni af auglýsingum tryggingafélaganna sést hvar leikari - sem á að vera starfsmaður einhvers félagsins - les upp brot af þeim þúsundum viðskiptavina sinna sem ekki klesstu bílanna sína á síðasta ári.
Hann les upp fjölmörg nöfn fólks sem væntanlega fóru varlega í umferðinni - eða voru próflausir viðmiðunarárið og gátu því ekkert klesst.
Eftir að hafa talið upp mörg nöfn segir hann einhvern veginn svona: "Ágúst Guðmundsson, Ágúst Guðmarsson, Ágúst Magnússon......."
Nú veit ég ekki hvort margir bera nafnið Ágúst Magnússon. Sé aðeins einn í símaskránni en sá ber annað nafn á undan Ágústar-nafninu. Hins vegar þekkir þjóðin einn mann að nafni Ágúst Magnússon. Mann sem þjóðin gleymir ekki eftir að Jói meistari í Kompás, nappaði hann í kjallaríbúð í Vesturbænum með orðunum: "Hvað ert þú að gera hér?"
Ágúst ætlaði sér að nauðga barni í íbúðinni. Eitthvað sem hann var ekki að fara að gera í fyrsta skipti.
Hann er þó alla vega tjónlaus í umferðinni þann tíma sem yfirvöldum fannst í lagi að láta hann ganga lausan um götur bæjarins. Fær kannski ávísun í pósti.
Hún verður síðan endursend frá Vernd með upplýsingum um breytt póstfang: Litla-Hrauni Stokkseyrarbakka.
Bloggar | 19.2.2007 | 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Egill með Ólaf í dag. Stórskemmtilegt spjall og Ólafur frekar "lús" á því. Ágætis tilbreyting frá gaurnum hvers báðir ermahnappar vísa í rétta átt þegar hann talar. Svo straujaður oft eitthvað.
Sögulegt í samtímanum að heyra hann tala um Davíð vin sinn. Matarboð á Bessastöðum þar sem þeir tveir sátu og spjölluðu í tvo eða þrjá tíma.
Mikið djöfull vildi ég hafa verið þó ekki nema rykmaur á mynd af Kristjáni Eldjárn í þessum matarboðum; heyra á tal þessara tveggja manna.
Ég þekki hvorugan en þau litlu kynni sem ég hef af þeim fá mig alltaf til að vilja vita meira. Sama tilfinning og þegar ég sé gamla manninn sem býr á móti mér og týnir dósir. Haltrar Laugaveginn. Hardest working man on earth kallar Andri hann.
Ætlaði einu sinni að starta spjalli við hann og bauð honum góðan daginn. "Þekkjumst við eitthvað," svaraði hann og ég varð bara vandræðalegur og sagði nei.
"intresting" menn allir þrír.
Bloggar | 19.2.2007 | 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tónlistarspilari
Tenglar
Blóm og kransar
Fólk
Konur sem ég bý með
Austlendingar
Kallað yfir hálendið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- adalheidur
- andres
- annapala
- atlifannar
- audureva
- aas
- agustagust
- arnith
- polli
- bergurben
- birnamjoll
- baddahall
- lubbiklettaskald
- bet
- bingi
- bleikaeldingin
- gattin
- bryndisisfold
- bodvar
- dagga
- dabbi
- dofri
- saxi
- eirikurbergmann
- gloria
- ellasprella
- disill
- eyglohardar
- eyrun
- vinursolons
- ea
- fanney
- feministi
- finnurtg
- sifjar
- feron
- fridjon
- ulfarsson
- kvistur
- gummibraga
- gudmundurmagnusson
- gummisteingrims
- grj
- hinriksson
- hallgri
- nesirokk
- hannibal
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heidathord
- hemba
- belle
- bolti
- kjarninn
- hlynurh
- kolgrimur
- hrafnhildurolof
- tulugaq
- hrannarb
- hrolfur
- destiny
- hoskuldur
- indahronn
- ingo
- jensgud
- hansen
- skallinn
- joninaben
- hugsadu
- killerjoe
- kolbrunb
- kiddip
- lara
- magnusdk
- matti-matt
- maggabest
- gudbjorn
- poppoli
- ljosvellingar
- bonham
- panama
- pallvil
- hux
- pollurinn
- vertinn
- puma
- rungis
- salvor
- sigmarg
- einherji
- hvalur
- sms
- snorris
- stebbifr
- stefanthor
- fletcher
- kosningar
- svenni
- swaage
- tidarandinn
- grindjani
- tommi
- truno
- ver-mordingjar
- hundshaus
- postdoc
- vikingurkr
- thorarinnh
- thordursteinngudmunds
- doddinn
- toddi
- vitinn