Three amigos

Egill með Ólaf í dag. Stórskemmtilegt spjall og Ólafur frekar "lús" á því. Ágætis tilbreyting frá gaurnum hvers báðir ermahnappar vísa í rétta átt þegar hann talar. Svo straujaður oft eitthvað.

Sögulegt í samtímanum að heyra hann tala um Davíð vin sinn. Matarboð á Bessastöðum þar sem þeir tveir sátu og spjölluðu í tvo eða þrjá tíma.

Mikið djöfull vildi ég hafa verið þó ekki nema rykmaur á mynd af Kristjáni Eldjárn í þessum matarboðum; heyra á tal þessara tveggja manna.

Ég þekki hvorugan en þau litlu kynni sem ég hef af þeim fá mig alltaf til að vilja vita meira. Sama tilfinning og þegar ég sé gamla manninn sem býr á móti mér og týnir dósir. Haltrar Laugaveginn. Hardest working man on earth kallar Andri hann.

Ætlaði einu sinni að starta spjalli við hann og bauð honum góðan daginn. "Þekkjumst við eitthvað," svaraði hann og ég varð bara vandræðalegur og sagði nei.

"intresting" menn allir þrír.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Af bæði opinberum og óopinberum kynnum af þeim fyrrnefndu þá myndi ég velja gamla dósatínarann sem vin.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 19.2.2007 kl. 09:28

2 identicon

Sem miðbæjarrotta veit ég nákvæmlega hvaða mann þú ert að tala um. Ég hef lengi gælt við þá hugmynd að hann sé að safna dósum fyrir nýjum mjaðmarlið.

Hjálmar Gíslason (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 10:42

3 Smámynd: Hjalti G. Hjartarson

hehe, hann á immit heima þarna beint á móti okkur... alveg sammála því... hardest working man on the earth. 

Hjalti G. Hjartarson, 19.2.2007 kl. 11:32

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég gat ekki betur séð en að Ólafur Ragnar aðgætti mjög vel að skyrtuhnöppum sínum í þessum þætti. Hann lék sitt hlutverk sem umburðarlyndi og hlýi þjóðarleiðtoginn afburða vel. Ummæli hans um Davíð "vin sinn" voru óendanlega langt í burtu frá hinum Davíð sem var "með skítlega eðlið" fyrir 15 árum síðan.

Honum til málsbóta má upplýsa að menn mýkjast með árunum. 

Haukur Nikulásson, 19.2.2007 kl. 14:59

5 identicon

Mér fannst Ólafur nú ekkert vera að mýkjast. Hann reykspólaði og tætti forsetaembættið beint í valdatoppinn á Íslandi. Hefur bara ekkert með ríkisstjórnina að gera. Svei mér þá ef ekki ráðuneytin eru bara deildir hjá honum.  Langar greinilega agalega mikið að vera Óli kóngur og vill með vold og magt hala embættið hærra upp en hingað til hefur tíðkast.

Annars var þetta hin besta lýsing hjá þér á honum. Þetta með ermahnappana.

Margrét (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband