Hiđ húsvíska pönk

Nú neyđist ég líkast til ađ biđjast afsökunar á ţví ađ hafa sagt keyptu í stađ kauptu í síđasta bloggi - sýnist fólk vart hafa sofiđ vegna ţessa. Afsakiđ Péturar PétuRssynir ţessa lands.

Blađamannaverđlaunin voru afhent um daginn og flest fínt um ţau ađ segja. Hefđi ţó viljađ ađ ein besta tilraun til fréttamennsku í Íţróttafréttum í lengri tíma hefđi hlotiđ náđ fyrir augum dómnefndar; nefnilega tilnefning hins húsvíska Henry Birgis Gunnarssonar, fréttamanns á Fréttablađinu.

Henry hefur lengi baslađ viđ ađ skrifa gagnrýnar fréttir af íţróttahreyfingunni og fyrir vikiđ ekki alltaf veriđ vinsćlasti gesturinn á herrakvöldum íţróttafélaganna. Enda virđast margir halda ađ íţróttafréttamenn eigi ađ taka stöđuna, statistíkina og svo hypja sig heim ađ tölvunni. Annađ eigi ekki erindi viđ lesendur, til dćmis ekki hvernig er fariđ međ peninga skattgreiđenda í ćskulýđs- og forvarnarmál og ţeim úthlutađ til ađ kaupa takkaskó á fullorđna menn sem nenna ekki ađ vinna.

Ţar virđist eina forvörnin snúast um ađ fullorđnir menn fari aldrei í vinnuföt - heldur geti ţeir fengiđ sér í vörina í jogginggallanum. Og eina tengingin viđ ćskuna er ađ viđhalda henni sem lengst hjá stálpuđum körlum.

Henry hefur af húsvískum pönkaraskap hins vegar ákveđiđ ađ spyrja hvers vegna og af hverju? Hann hefur til dćmis oftar en einu sinni fjallađ um vitleysisgang fullorđinna manna í stjórnum íţróttafélaga sem virđast halda sig í ativnnurekstri á frjálsum markađi en eru oftar en ekki ađ leika Hannes Smárason međ ćfingagjöld Sigga litla sjö ára.

Auđvitađ eru ekki öll íţróttafélög í tómum skít - en ţau sem eru ţađ er allt í lagi ađ fjalla um.

Henry benti líka á mismunun í greiđslum til kvenna og karla hjá KSÍ og fór í saumana á íslenska leikmannamarkađnum. Fyrir ţetta fóru fullorđnir menn í fýlu viđ Henry. Ég hitti um daginn mann sem vegna eigin fjárskorts hefur sótt stíft ađ eyđa peningum almennings og unglinga í ađ leika Mourinho. Hann sagđi ađ Henry ćtti ađ vera í "alvöru fréttum" ekki ađ pönkast á ungmennahreyfingunni.

Henry haltu áfram ađ pönkast í ungmennahreyfingunni. Ekki veitir af. Og ekki hćtta ađ fjalla um Snört frá Kópaskeri og önnur verđandi stórliđ ţessa lands. Lifi Valur - Reyđarfirđi

Breytti ţessari fćrslu eftir ađ hafa fengiđ beiđni um ţađ frá utanríkisţjónustunni. Virđist hafa gleymt R-i í föđurnafni Péturs Péturssonar. Heiđur minn sem fjölmiđlamanns er ađ veđi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Tek heilshugar undir hvert orđ.  Ţau eru mörg skúmaskotin innan íţróttahreyfingarinnar sem vert er ađ hreinsa út!!

Katrín, 6.3.2007 kl. 17:37

2 identicon

Ég hef engu við þetta, né heldur athugasemd Katrínar, að bæta. Áfram Henry!

Drengur (IP-tala skráđ) 6.3.2007 kl. 17:39

3 Smámynd: Eiđur Svanberg Guđnason

Ţú átt líklega viđ   Péturssynir, ekki Pétussynir! Eđa hvađ ?

Kannski er  Pétrar líka eđlilegri fleirtala  en Péturar.

Ţađ verđur nú eiginlega ađ ćtlast til ţess ađ  fjölmiđlamenn geti bćđi talađ og skrifađ móđurmáliđ.

Eiđur Svanberg Guđnason, 6.3.2007 kl. 18:07

4 Smámynd: Helgi Seljan

Fyrirgefđu Eiđur. Ţegar ađalrćđismenn Íslands í Fćreyjum - óţreytandi í almannaţjónustu - tala, ţá hlustar mađur og gott ef ekki skrifar nótur.

Helgi Seljan, 6.3.2007 kl. 18:21

5 Smámynd: Tómas Ţóroddsson

Hvađ hefur Henry skúbbađ? Er hann ekki bara í ţví ađ gera ţeim sem vinna sjálfbođastarf, fyrir uppbyggingu ungmenna og ćskulýđsstarf erfit fyrir? Hann spyr bara og spyr, og hefur ekkert fyrir sér. 'Eg held ađ hjá flestum alvöru félögum sé starfiđ ađ mestu leiti ađskiliđ (barna og fullorđins), ţó auđvitađ séu einstök verkefni unnin í samvinnu.

Tómas Ţóroddsson, 6.3.2007 kl. 19:20

6 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ef satt reynist ćtti mađur kannski ađ leggja á sig ađ lesa íţróttaféttirnar.  

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 6.3.2007 kl. 20:49

7 identicon

Ég er nú ekki það merkilegur að hafa myndina hérna, eða að ég geti velt mér upp úr stafsetningu annara.  En ég hef skoðun á Henry og hún er sú að hann sé bara pappakassi, næstum jafn mikil og karluglan með hattin, þessi sem ég man ekki hvað heitir en ritstýrir Mannlífi.  Rannsóknablaðamennska þeirra er á sama  stigi og hjá Mikka og Guffa, að opinbera hið augljósa.  Oftar en ekki virðast það vera persónulegar skoðanir Henrys sem koma fram og gróusögur sem berast honum til eyrna.  Fyrir þá sem þekkja sannleikann, en hafa ekki aðgang að fjölmiðlum í sama mæli og títtnefndur Henry, þá er það hreint kvalræði að lesa sumar fréttir sem hann hefur "rannsakað" ofan í kjölinn.  Gott blogg og þörf umræða, en ekki taka Henry svona alvarlega...  

Marrinn (IP-tala skráđ) 7.3.2007 kl. 00:59

8 Smámynd: Pétur Björgvin

Fáfróđur bloggari um íţróttamál eins og ég er skilur ekki alveg um hvađ ţiđ eruđ ađ tala hérna? Er einhver sem getur bent mér á tölur, skýrslur, heimildir um máliđ? Eruđ ţiđ ađ segja ađ peningar sem eru eyrnamerktir fyrir starf međ börnum og unglingum fari í fjármögnun á hobbýi fullorđins fólks?

Pétur Björgvin, 7.3.2007 kl. 09:27

9 identicon

Ef einhver blađamađur myndi veigra sér viđ ađ skrifa illa um StórJúgóslavíuliđ Víkings í Ólafsvik, ţá yrđi ég einnig fyrsti mađur til ađ henda mér á ţá lest. Međ fullan poka af auđguđu úrani. Mér hugnast ekki blađamenn sem hafa ekki lagt grasvöll međ berum höndum. BERUM HÖNDUM SAGĐI ÉG. Ţađ er grasrót, ţađ er ungmennafélagsandinn. 

Ungmennafélög án landamćra. Eflum sveitir fyrrum Júgóslavíu.

Lifi Víkingur (ekki malbiksVikingur)

Gunnar Sigurđsson (IP-tala skráđ) 7.3.2007 kl. 13:59

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, zkelfilegar hjá ţér ztazzettníngarvillurnar alltaf.  Taka gerlega frá manni athyglina frá innihaldinu.  Já, eđa mar er mákze zwo nojađur fyrir leturvízinni ađ mar kýz ađ zkođa lítt meinínguna.  Pepzí mál fyrir mér.

En Henrý ţezzi ágćti hefur velt viđ zteini zem ađ margir hefur koziđ ađ ef ei kyrr lćgi, ţá mćtti mákze mala hann & tyrfa yfir záriđ međ ágćtiz ađkeyptri gervigrazmottu.  Ţađ ţýđir náttúrlega heldur ekki ađ hann ţurfi endilega ađ hafa rétt fyrir zér nema dona upp ađ zlaklegri tveggja ztafa tölu, en umrćđan er ţörf.   Ég ţekki bćđi mannvini hina meztu zem ađ vinna ztórafrek viđ hliđarlínuna á hverjum degi hjá yngri flokkunum fyrir kanellauzt & líka ztórvezíra í ztjórn zem zjázt á góđum zólardegi ţegar meiztaraflokkurinn er ađ zpila.  Ţeir mázke mćttir ađ ztyđja 'zinn mann'  af ţví ađ ţeir hafa fjármagnađ á bak viđ tjöldin einhvern frívinnudíl fyrir unhvern 'vonarjúggann' af ónefndum ţjóđernum.  Ég tek ţađ fram ađ ég er ekki Ólafzfirđíngur, zamt.

Dóttla mín ćfir fótbolta međ fínu úngmennafélagi, & međ henni ćfa alveg fríir króatar líka í ţví fjölţjóđlega zamfélagi zem ađ dćmigert orđiđ í zmáţorpum landzinz.  Ég hef nú ekkert rifizt yfir ţví ennţá hvort ađ hún fái meiri eđa minni peníng en zdrágarnir zem ađ hún ćfir međ af zjónvarpztekjunum zem ađ eru nú líklega dáldiđ undir vćntíngum, enda aldrei hefur zézt meira en ein & laumuleg vídeókamera einhverz ofuráhugazamz foreldrizinz á ţeim holótta fótboltavelli zem hér er brúkuđ.  Ţađ er ekkert álver í minni zweid, & ţví öngvin fótboltahöll.   Reyndar girnazt golfarar nágrannabyggđa fótboltavöll okkar í laumi, vegna náttúrulegz mizgengiz & góđra 'grína', í markteigum beggja vegna.

En Helgi, lifir Valur Reyđarfirđi ?

Zíđazt ţegar ég kíkti ţá var eina zkráđa meiztaraflokkzliđiđ í ţínu fyrrum pózdnúmeri einhver jafn illa blandađur jafníngur & zweidarztjórnin eftir zameiníngu, & Ztjáni Zwavarz ztórznilli ennţá hángiketiđ í liđinu?

Zkáztu heilzur....

Z.

(EZ, ţađ er ekkert ađ ţví ađ vera flughrćddur ţegar hratt er tekiđ bratt niđur á AGZ, & ţú varzt nćztum búinn ađ fá lit í andlitiđ aftur, í zmóknum úti ţarna fyrir jólin.)

Steingrímur Helgason, 8.3.2007 kl. 02:59

11 identicon

Pétrar, Helgi minn, fleirtalan af Pétur er Pétrar, láttu mig ţekkja ţađ

Pétur Maack (IP-tala skráđ) 8.3.2007 kl. 10:56

12 identicon

Heyr heyr Helgi. Ţađ getur enginn kallađ sig alvöru knattspyrnumann fyrr en hann hefur leikiđ á Dúddavelli. Henry er flottur og ćtti ađ vera öđrum íţróttafréttamönnum fyrirmynd. Ég er ekki alltaf sammála honum í einu og öllu, en er ţađ eitthvađ "möst" ?

Baldur Guđmundsson, frv. formađur Snartar, Kópaskeri

Baldur Gudmundsson (IP-tala skráđ) 9.3.2007 kl. 16:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband