Fór á árshátíð 365 í gær. Mætti seint og leigubílsstjórinn spurði mig á leiðinni hvort ég væri að villast; hvort ég væri ekki hættur hjá Stöð 2. Ég útskýrði fyrir honum að mín elskulega sambýliskona og kennari minn í handklæðabrotum væri starfsmaður Stöðvarinnar og því mætti ég - klukkutíma of seint.
Leigarinn var fyrsti maðurinn af hundrað sem spurði mig hvort ég væri ekki að villast í gærkvöldi.
Ég ákvað að fara eftir að hafa opnað umslag merkt Stöð 2. Í umslaginu var bréf sem stóð á stórum stöfum: "Við söknum þín."
Sætt en ekki svo. Bara verið að bjóða mér M-12 áskrift - aftur.
Árshátíðin var í Gullhömrum, sem ég held að sé í húsi við hliðina á Kaupfélaginu í Borgarnesi - svo langt er þangað.
Maturinn var góður, sem er ekki sjálfsagt á svona 1000 manna borðhaldi. Dádýramedalíurnar réttlættu í eitt skipti fyrir öll plottið sögunni af Bamba; þegar mamma hans var skotinn. Þær voru eðall.
Kynnarnir eyddu talsverðum tíma í að gera grín af meintum ófríðleik útvarpsmanna. Þekktur brandari af mönnunum sem hafa andlit fyrir útvarp, var settur í nýjan búning.
Frosti X-maður afsannar þessa kenningu algjörlega, raunar ásamt Einari Þorsteins og Ingimari Karli á RÚV.
Einar er þessi dimmraddaði í síðdegisútvarpinu.
Hefði verið fyndnari ef Logi Bergmann hefði sagt hann. Kynnarnir Sveppi og Idol-Jói voru ekki ráðnir í sjónvarp vegna frussandi kynþokka, það eigum við sameiginlegt.
Hápunkturinn var þó þegar free-styledanshópur kom og dansaði, rétt áður en ung stelpa, sem ég held að sé í Stundinni Okkar, kom og söng afmælissönginn eins og Marilyn Monroe fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson, en hann á afmæli í dag.
Eftir matinn var opnað þema-herbergi í anddyri Gullhamra. Herbergið var allt í zebra litum og pálmatré skreyttu gluggana, ekki alvöru samt. Fiskabúr bólstrað með zebra-áklæði var í einu horninu og þurrís flæddi um öll gólf. Tvær stelpur með furðulega andlitsmálningu stóðu svo með kokkteila á bökkum og buðu fólki.
Fór margar ferðir þarna inn með mörgu fólki og það var ekki fyrr en einn félagi minn benti mér á að líklegast væri þetta svona Miami-Vice herbergi að ég fattaði þemað.
Verst að allir karlmennirnir voru í sokkum í skónum.
Hvað gerir Páll útvarpz til að toppa Miami Vice-herbergið. Verður jafnvel Desperate Housewifes-þema? Læt vita eftir RÚV árshátíðina.
Tónlistarspilari
Tenglar
Blóm og kransar
Fólk
Konur sem ég bý með
Austlendingar
Kallað yfir hálendið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 142531
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- adalheidur
- andres
- annapala
- atlifannar
- audureva
- aas
- agustagust
- arnith
- polli
- bergurben
- birnamjoll
- baddahall
- lubbiklettaskald
- bet
- bingi
- bleikaeldingin
- gattin
- bryndisisfold
- bodvar
- dagga
- dabbi
- dofri
- saxi
- eirikurbergmann
- gloria
- ellasprella
- disill
- eyglohardar
- eyrun
- vinursolons
- ea
- fanney
- feministi
- finnurtg
- sifjar
- feron
- fridjon
- ulfarsson
- kvistur
- gummibraga
- gudmundurmagnusson
- gummisteingrims
- grj
- hinriksson
- hallgri
- nesirokk
- hannibal
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heidathord
- hemba
- belle
- bolti
- kjarninn
- hlynurh
- kolgrimur
- hrafnhildurolof
- tulugaq
- hrannarb
- hrolfur
- destiny
- hoskuldur
- indahronn
- ingo
- jensgud
- hansen
- skallinn
- joninaben
- hugsadu
- killerjoe
- kolbrunb
- kiddip
- lara
- magnusdk
- matti-matt
- maggabest
- gudbjorn
- poppoli
- ljosvellingar
- bonham
- panama
- pallvil
- hux
- pollurinn
- vertinn
- puma
- rungis
- salvor
- sigmarg
- einherji
- hvalur
- sms
- snorris
- stebbifr
- stefanthor
- fletcher
- kosningar
- svenni
- swaage
- tidarandinn
- grindjani
- tommi
- truno
- ver-mordingjar
- hundshaus
- postdoc
- vikingurkr
- thorarinnh
- thordursteinngudmunds
- doddinn
- toddi
- vitinn
Athugasemdir
Þessir menn ættu að taka bróðir þinn til fyrirmyndar mann sem mætti sokkalaus sem Don Johnson í partý fyrir ekki svo löngu!
Vikarinn (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.