Heitasta helvítis, helvíti!

Sé að á Moggablogginu að menn eru misfúlir yfir blóti í þingsölum. Einn minn uppáhaldz, Guðmundur sagnfræðingur, leggur til kælingu. Hún gæti alveg átt rétt á sér, en blótið eitt og sér er ekki nóg til að senda menn í hvíld.

En hvers vegna má ekki blóta? Eru orð eins og helvítis, djöfulsins, andskotans og önnur svipuð eitthvað verri en önnur, séu þau notuð til áhersluauka?

Er "virðing alþingis" fólgin í því að þar talir allir undir rós? Felst hún ekki frekar í því að menn láti kné fylgja kviði, lofi ekki heldur geri? Standi við öll stóru orðin og séu sjálfum sér samkvæmir?

Var einu sinni víttur á bæjarstjórnarfundi í Fjarðabyggð fyrir að nota orðasafn Satans neðanbúa. Ekki fyrir það sem ég sagði, nei heldur fyrir það hvernig ég sagði það. Ég hafði áður brigslað þáverandi meirihluta um verri hluti en að kalla verk þeirra ítrekað "helvítis hálfkák." En fyrir þau var ég víttur af Þorbergi mínum forseta.

Sama má segja um umræður um bindisnotkun karla í þingsölum. Er virðingin fólgin í hálstauinu einu saman eða því sem tauið er hnýtt um?

Mér finnst ekkert lýsa þessu betur en þegar reiðir þingmenn ávarpa einhvern "hæstvirtan" stuttu áður en þeir saka þá um spillingu eða þaðan af verra?

Orðið hæstvirtur er þá ekkert annað en fals.

Kurteisi kemur þessu ekkert við. En virðing fólks fyrir þinginu er ekki bundin í hæstvirt hálstau, það held ég að sé alveg ljóst.

Helvítis, helvíti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst að menn sem að kristinn þjóð kýs á þing eigi ekki að blóta svo finnst mér nauðsynlegt að þingmenn gangi um með bindi til að aðgreina þá frá hinum almenna borgara.

djók....

Farðu að drífa þig vestur verð að segja að mér er farið að leiðast oggupínu.

Hákon Seljan (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég get ekki varist brosi um tilhugsunina þegar þú í Kastljósi RÚV segir við viðmælanda þinn "Þetta er nú meira helvítis bullið í þér, djöfull er þetta "lame", geturðu ekki andskotað út úr þér fjárans sannleikanum til tilbreytingar!"

Ég geri samt ráð fyrir að þér sé ætlað að halda þér á mottunni í þessum efnum á þeim stað

Haukur Nikulásson, 26.1.2007 kl. 14:54

3 identicon

Blótsyrði eru náttúrulega ekkert annað en argasti sóðaskapur og gerir það yfirleitt að verkum að sá sem talar er tekin lítt alvarlega þar sem áheyrendur missa svolítið virðingu fyrir honum og hans málefni. Svona svipað og að mæta í púlt með opna buxnaklauf eða stóran sósublett á bumbunni...

Auðvitað ætti þingið ekkert að vera að reyna að hafa stjórn á því hversu vel eða illa þingmenn presentera sig, með bindi eður ei. Það er andstæðingunum í hag ef einhverjum verður það á að blóta í púltinu og sýna þannig að hann er ekki málefnalegri en svo að hann þarf að kasta fram blótsyrðum til að reyna að stuða fólk. Nema náttúrulega að sá hinn sami hafi svona lélegan orðaforða...það kemur út á eitt.

Inga (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 14:58

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mér finnst blótsyrði bara allt í lagi og miklu skárri en þegar fólk er að nota hæstvirtur þetta og hitt á meinfýsin og kaldhæðinn hátt. Mér finnst að fólkið á þingi ætti að vera í þingjúniformi. Þá þarf enginn þingmaður að verða lagður í einelti fyrir ósmekklegan klæðaburð.:)

Birgitta Jónsdóttir, 26.1.2007 kl. 17:57

5 identicon

Lára tekur ekki mark á fólki nema það blóti.

Lára kveður

Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 18:23

6 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Mér finnst nú kjarnyrt íslenska bara alveg ágæt, blót er bara eins og hvert annað sem nota til að skreita sitt mál, en að sjálfsögðu er hóf best í hverjum hlut.

Ég minnist þess nú ekki að mér hafi fundist þú þurfa ávítur á einum einasta bæjarstjórnarfundi sem við sátum saman, en Bergur ver greinilega ekki á sama máli.....

Það var snökktum leiðinlegra að sitja undir málflutningi minnihlutans, eða bara bæjarfulltrúa almennt eftir að þú yfirgafst samkvæmið....

Eiður Ragnarsson, 26.1.2007 kl. 18:45

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Blót er oft ágætt til áhersluauka en felur ekkert í sér umfram það að gera viðkomandi ótrúverðugri og ómarktækari að mínu mati. 

Að missa stjórn á skapi sínu og munnsöfnuði er mælandanum til vansa og óvænt til að laða að fylgi með framsögu sinn.  Þetta ætti að sjálfsögðu að vera frjálst. Það ætti að hjálpa við að hreinsa hismið frá kjarnanum þarna í þingsölum.

Víst er að oft segja menn "háttvirtur" og "Hæstvirtur" með blóðbragð í munni. Það ætti líka að vera frjálst að ávarpa menn samkvæmt áliti manns. Það gerir samkunduna bara enn ótrúverðugri að beita fyrir hjégómlegri skrúðmælgi, sem enga sannfæringu ber.

Svo er það spurning, hvort menn megi vera "rakir" í pontu. Ég helda að engar skorður séu á því.  Það getur skírt margt í örfæri og framkomu manna þarna í ljónagrifjunni. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.1.2007 kl. 20:20

8 identicon

Það má nú samt snúa svona hlutum sér í hag í góðum húmor eins og öldungadeildarþingmaður (Gosh þetta er langt orð) gerði í Bandaríkjunum á sínum tíma.

Ég ætla hinsvegar að færa þetta yfir í okkar fallegu tungu (með tilheyrandi fúkyrðum) svo ekki sé nema bara til að gefa þingmönnum, sem kunna að laumast inn á þessa síðu, góða hugmynd fyrir ræðuhöld. En það myndi vera á þessa leið:

Þingmaður: "Leif mér að spyrja hæstvirtan forseta hvort ég yrði ávíttur skyldi ég kalla *nafn aðila* helvítis hálfvita?"
Forseti svarar auðvitað: "Já það yrðir þú"
Þingmaður: "Þá mun ég ekki gera það að svo stöddu"

Mér, sem og öðrum útilandabúandi mönnum, finnst þetta allavega bráðfyndið atvik og enn er skrifað um þetta út um víðan veraldarvef. 

Austfirðingur (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 21:19

9 identicon

Sko þetta með bindin.... Auðvitað kaupirðu þér ekki virðingu með því einu saman að hnýta á þig bindi... En þetta sýnir virðingu við fólkið í kringum þig að vera snyrtilegur... Mig langaði nú oft til að hengja á þig bindi í útsendingu í sumar... Þegar að vel til hafðir gestir voru mættir og þú ekki með bindi...  Og SITTU SVO BEINN Í BAKI í ÚTSENDINGU... Ekki vera í henglum....  Andsk... ég verð að hætta að stjórna útsendingu heima í stofu.... Ég er að gera kærastann minn geðveikann á því að góla klipp, klipp, klipp í miðjum fréttatíma!!!!!... Þessi bév...... vinna er eins og dóp.. Maður veit þetta er vont fyrir heilsuna... maður fer af taugum og fær nóg en eftir smá tíma þá kemur maður aftur og vill meira......

Kveðjur frá Hvanneyri

Guðrún Bjarnadóttir

Guðrún Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 11:17

10 identicon

Hæstvirtur er ekkert annað en helvítis hræsni. Ég yrði ekkert hissa þó einhverjum af yngri þingmönnunum yrði fótaskortur á tungunni og segði; andskotans þjófurinn úr Suðurlandskjördæmi hefur enga iðrun sýnt.

Eg. (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband