Framlengt og spennandi - að sögn lögreglu

"Að sögn lögreglu var leikurinn æsispennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Þarna voru húsráðendur að hvetja strákana okkur til dáða en því miður dugði það ekki til, að sögn lögreglu." 

Er það partur af hlutsleysisstefnu blaðamanna mbl.is að segja ekki frá neinu nema hafa skrúfað frá þartilgerðum krana fyrst?

Treysti blaðamaðurinn sér ekki til að hafa það eftir sjálfum sér að leikur Íslendinga og Dana hafi verið spennandi, og að öskur í fjölbýlishúsi í Kópavogi hafi ekki dugað til sigurs? Er hann kannski danskur?

Andskotann veit ég um það?

"Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins."

Þetta kemur nú þegar maður vistar færslu á Moggablogginu. Og ég sem hélt að ég væri loksins kominn í skjól hjá Styrmi.

Hver er skoðun Morgunblaðsins? Eða afstaða þess? Heldur Morgunblaðið með KR? Fílar Mogginn Duran eða Wham? Kók eða Pepsi?

Andskotans vitleysa.


mbl.is Lögregla kölluð út vegna handboltaáhugamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yfirgefðu þetta fjárans Moggablogg elsku karlinn og komdu yfir á alminilegt svæði.  

Um Moggablogg má segja:  Who needs blog enemies with blog friends like that?

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 17:58

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Skoðurn ritstjóra eða ritstjórnar Morgunblaðsins...  er það ekki ???

Eiður Ragnarsson, 1.2.2007 kl. 00:41

3 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Ekki blóta drengur.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 1.2.2007 kl. 00:48

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Má blóta á bloggi?

Júlíus Valsson, 1.2.2007 kl. 09:44

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má segja déskotans og rækallinn. Svo má segja Bévaðir tréhestar og blindir múlasnar, sauðir og taglhnýtingar, kverólantar (því álitsgjafar er dónaskapur), Heymeysar og trostrog, skollinn og árans.

Þeir ættu að geta tekið ábyrgð á slíku eins og að birta þennan heilafret. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.2.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband