Bolur inn við vík

Bróðir minn er fluttur til Bolungarvíkur. Hefur tekið að sér að uppfræða bolvíska upp úr aðalnámskrá Menntamálaráðuneytisins.

Daginn eftir að hann mætti vestur var Bolungarvík í fréttum vegna þess að einhleypir, fráskildir og gott ef ekki misskildir íbúar Bolungarvíkur fá ekki að blóta með giftum. Skilst þó að ekkjumönnum og ekkjum - þó ekki í sambúð - sé leyft að mæta líka.

Finnbogi fréttahaukur vestra sagði ábúðarfullur í fréttinni að margir íbúar væru ósáttir við þessa tilhögun. Datt strax í hug að bróðir minn væri nú endanlega brjálæður; hefði byrjað vist sína vestra á því að efna til óláta. Hann er jú einhleypur blessaður.

Hringdi í hann og hann sagðist alsaklaus af blótbyltingunni. Hjúkkett.

Hann heldur svo austur um helgina en þar er Þorrablót Reyðfirðinga um helgina. Ég veit ekki hvort sú staðreynd að við lok síðustu aldar fækkaði nokkuð á Reyðarfirði  veldur því að einhleypir, fráskildir og misskildir mega líka blóta með giftum á Reyðarfirði. Alla vega er þessi fólki treyst saman á trog. Man ekki eftir því að þetta hafi valdið vandræðum, og þó. Gleðilega hátíð Reyðfirðingar.

Hákon bróðir frumsýnir ásamt Garðari vini sínum Seyðfirðing mynd þeirra "Okkar skoðun" í Fjarðabíói á Reyðarfirði um helgina. Hef ekki séð myndina en vænti þess að þar komi margt skemmtilegt fram.

Og Ómar: Áttu orðið nýtt barn?

Ég varð 28 ára í gær. Kata mín bauð til veislu og auðvitað var stóra barninu boðið ásamt spúsu sinni. Þar sem við Andri sátum og töluðum saman varð okkur litið til maka okkar sem sátu og ræddu saman á svipaðan hátt og mömmur okkar gerðu þegar við vorum yngri. Við hugsuðum báðir það sama: Við erum orðnir fokking gamlir.

Getum þó huggað okkur við það að eiga ungar konur. Það er jú blessun. 

Afsaka stopul skrif hér í vikunni. Lofa þó gömlum baráttubræðrum í Guns ´n roses klíkunni pistli um það tímabil í lífi mínu - sem enn er ekki lokið - auk þess sem ég ætla mér að "sneika" hér inn lagi með þeirra ágætu sveit eins og hún lítur út í dag. Ég veit að margir hafa ekki mikið álit á rauðhærða dvergnum Axl þessi misserin en lagið sýnir svo ekki verður um villst að okkar maður hefur ekki bara verið að flétta á sér hárið í þessi tíu ár sem Chinese democracy hefur verið on og off.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huldabeib

Blessaður kall! Gaman að rekast á síðuna þína. Er ekki um að gera að kvitta fyrir sig þegar maður rekur inn nefið? Ég hef það alla vega að sið því eins og allir austfirðingar er ég vel upp alin með eindæmum

Bið að heilsa í bæinn,

kv, Hulda Stefanía

Huldabeib, 19.1.2007 kl. 15:32

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ja hérna ég hélt að Axl og co væru einungis til í fortíðinni í tónlistarsögunni.....Verður gaman að heyra.....

Eiður Ragnarsson, 20.1.2007 kl. 04:52

3 identicon

Sæl Helgi!

Ég kíki stundum á síðuna þína. Finnst sérstaklega gaman að fá fréttir af Reyðfirðingum þar sem ég er einstaklega léleg við að halda kunningsskap. Það er þetta  með þorrablótin. Ég man að á Reyðarfirði var nefndin alltaf (og er örugglega enn) skipuð fernum hjónum og tveimur einhleypingum. Mér fannst þetta alltaf mjög fyndið en auðvitað vel til fundið. Það gilda allt aðrar reglur á Bolungarvík.

Kveðja,

Gunna Sigríks (fyrrum Tærgesen)

Guðrún SIgríks (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband