Ekki hata mig!!

Furðuleg að verða þessi kosningabarátta í Hafnarfirði.

Í dag kíkti ég á síðu Alcan og rakst þá á þetta myndband hér

Er það bara lamað tóneyra mitt eða hljómar laglína úr lagi Lay Low, Please dont hate me, þarna í byrjun?

Nú veit ég ekkert hvaða skoðun Lovísa hefur á þessari stækkun og þaðan af síður hvort lagið er lag hennar eða að velþekkt auglýsingabrella sem snýst um að nota þekkta laglínu en breyta einum tveimur tónum, hefur orðið ofan á. Alla vega er þetta glettilega líkt fyrir tónhefta eins og mig.

Hitt er annað mál að á meðan huglæg borgarastyrjöld geisar í Firðinum er ekkert óeðlilegt að menn biðjist vægðar undan hatri - hvar svo sem þeir standa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

var að fá símtal frá alcoa... þeir eru virkilega að leggja sig fram

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 19:39

2 Smámynd: Haukur Kristinsson

held það hljóti að vera alcan, efast að alcoa sé að hringja hingað suður fyrir stuðning álvers á austfjörðum. en held ég fari ekki á djammið hér í hafnarfyrði í kvöld, frétti af árásum á stuðningsmenn álversins í gærkveldi svo ég held ég fari bara á players í kvöld og ekki í flíspeisunni sem alcan gaf mér sem merkt er alcan. maður er bara hálf hræddur að þvælast um hér í hafnarfyrði sem yfirlýstur fylgjandi stækkun

Haukur Kristinsson, 31.3.2007 kl. 03:38

3 Smámynd: Haukur Kristinsson

en get frætt þig um það að lay low hefur verið að spila soldið á fundum sem alcan hefur haldið, en veit ekkert um hennar afstöðu til stækkunar

Haukur Kristinsson, 31.3.2007 kl. 03:43

4 identicon

Alcan hefði kannski átt að nota sömu auglýsingaaðferð og BoConcept sem húgagnaverslunin InnX selur? Byrja allar þeirra auglýsingar á orðunum "Ekki kenna okkur um þó..." Kannski Alcan hefði átt að auglýsa eitthvað á þessum nótum: "Ekki kenna okkur um þó þú viljir ekki álver inn í stofu hjá þér". Þeir eru jú bara að reyna að reka fyrirtæki sem þarf að stækka og skila auknum hagnaði. Ekki það að ég sé fylgjandi stækkun álversins en maður getur svo sem alveg sett sig í þeirra spor.

Egill Harðar (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 09:18

5 identicon

Jæja en nú ætti allavega að vera komin á sátt og friður..

Mæli með að hörðustu andstæðingar beggja liða fari í rusla-tínu ferð með kakó og kósi bláberjamuffins í farteskinu.. setjist svo niður og spjalli um það góða fiskerí sem verið hefur undanfarið.. Þorskurinn er að flæða. Stór og feitur..

Góða nótt

Björg F (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 02:12

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég legg til að þú takir undir þig zkárri eyrnaznepilnn & kjózir að vera á móti álveri í þinni fyrrum heimabyggð, dona til tilbreytíngar.  Eða bara Lay Low í umræðu um álver.

Betra en zeinna um róp zinn gripið ...

Z.

Steingrímur Helgason, 3.4.2007 kl. 01:18

7 identicon

Er ekki viðlag lagsins eitthvað á þennan hátt: "Please get out of my way, 'cause I know what I'm looking for"? Eru þetta kannski skilaboðin sem Alcan er að senda frá sér?

Álfheiður Björk (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 09:19

8 Smámynd: Bergur Þorri Benjamínsson

http://www.studz.tk/

Skoðaðu þetta

Bergur Þorri Benjamínsson, 11.4.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband