Hann klessti þó ekki bíl á Vernd

Í einni af auglýsingum tryggingafélaganna sést hvar leikari - sem á að vera starfsmaður einhvers félagsins - les upp brot af þeim þúsundum viðskiptavina sinna sem ekki klesstu bílanna sína á síðasta ári.

Hann les upp fjölmörg nöfn fólks sem væntanlega fóru varlega í umferðinni - eða voru próflausir viðmiðunarárið og gátu því ekkert klesst.

Eftir að hafa talið upp mörg nöfn segir hann einhvern veginn svona: "Ágúst Guðmundsson, Ágúst Guðmarsson, Ágúst Magnússon......."

Nú veit ég ekki hvort margir bera nafnið Ágúst Magnússon. Sé aðeins einn í símaskránni en sá ber annað nafn á undan Ágústar-nafninu. Hins vegar þekkir þjóðin einn mann að nafni Ágúst Magnússon. Mann sem þjóðin gleymir ekki eftir að Jói meistari í Kompás, nappaði hann í kjallaríbúð í Vesturbænum með orðunum: "Hvað ert þú að gera hér?"

Ágúst ætlaði sér að nauðga barni í íbúðinni. Eitthvað sem hann var ekki að fara að gera í fyrsta skipti.

Hann er þó alla vega tjónlaus í umferðinni þann tíma sem yfirvöldum fannst í lagi að láta hann ganga lausan um götur bæjarins. Fær kannski ávísun í pósti.

Hún verður síðan endursend frá Vernd með upplýsingum um breytt póstfang: Litla-Hrauni Stokkseyrarbakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg vil benda fréttamanni á að Litla Hraun er á Eyrarbakka

Rúnar Eiríksson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 18:01

2 Smámynd: Huldabeib

Eyrabakki, stokkseyri...prfff. Það er rok á báðum stöðum.

Huldabeib, 19.2.2007 kl. 21:27

3 identicon

Stokkseyrarbakki. Samheiti yfir þessa tvo staði þar sem fólk virðist sjaldnast muna hvað var hvar þegar um þá er rætt og hluti er tengjast þeim. Litla Hraun er því oft staðsett í "manna máli" á Stokkeyrarbakka. Skil það vel þó ég þekki til á báðum stöðum og viti hvaða hlutir tengist hvorum stað. Það tók mig samt svipaðan tíma eins og að læra muninn á Súganda og hinum fjörðunum.
Svo vil ég bæta við að tryggingarfélögin mættu  vera duglegri við að borga bara þau tjón sem þeir ber að borga frekar en að eyða í auglýsingar og senda ávísannir hægri vinstri til manna sem kannski lentu ekki í því að menn urðu fyrir tjóni af valdi manns sem tryggður var hjá þeim! Já ég er nýbúinn að lenda í leiðindum við þá. Það með bílinn minn sem var kyrrstæður. Í stæði. Mannlaus. Samt var hægt að finna að einhverju. Tjónamat var víst of hátt hjá verkstæðinu sem var að meta fyrir þá. Neituðu að gera við bílinn en buðust til að kaupa hann á lítið sem ekki neitt. Ef ekki þá mætti ég gjöra svo vel að losa um beltið og beygja mig fram og snerta tærnar. Málslokin eru sú að ég á enn beyglaðan bíl og labba enn ekki eðlilega eftir þessa meðferð.

Austfirðingur (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 22:47

4 identicon

Ég fann 7 Ágústa Magnússyni í þjóðskránni.  Allir á bílprófsaldri (yfir 17 ára) aðeins einn skráður í útlöndum.  Þannig að ég held að það séu líkur á að þetta hafi verið óheppileg tilviljun.

Statistík (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 10:20

5 Smámynd: Helgi Seljan

Vonum það.

Helgi Seljan, 20.2.2007 kl. 10:38

6 identicon

Sagan segir að hann keyri einmitt mjög varlega framhjá leikskólum landsins, en þar eru menn iðullega sviptir fyrir að keyra tvöföldum leyfilegum hámarkshraða.

Þannig þetta kemur ekki beinlínis á óvart...

valur (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband