Sá Matthías Imsland bera sig illa í Mogganum í gær:
"FYRIRÆTLANIR flugfélagsins Iceland Express um að hefja innanlandsflug í samkeppni við Flugfélag Íslands eru í nokkru uppnámi í ljósi þess að félagið fær ekki inni á Reykjavíkurflugvelli vegna aðstöðuleysis. Flugfélag Íslands er einkaeigandi aðstöðunnar þar og tjáir Iceland Express að vegna aðstöðuleysis sé ekki hægt að hleypa því inn í flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli."
Merkilegt að Flugfélag Íslands hafi þurft að segja Express-mönnum - sem segjast hafa kannað markaðsaðstæður í innanlandsflugi - að lítið pláss sé á vellinum.
Sjálfu hjarta íslensks innanlandsflugs.
Við sem höfum þurft að notfæra okkur þessar starfandi "stríðsminjar" þarna í Vatnsmýrinni vitum alveg af plássleysinu.
Trúið mér samt. Plássleysið er ekki það versta við að fara um Reykjavíkuflugvöll. Það er miklu frekar sú staðreynd hversu létt veskið manns er eftir ferð þar í gegn sem böggar mann. Það sligast engin undan pyngju sinni á leið upp í vélar þar.
Ég myndi ferðast í búri með svínum og hænsnum ef slíkt flug væri í boði. Og kostaði ekki hönd og fót.
Það er bara ekki pláss fyrir Matthías og félaga í Iceland Express. Jafnvel þó - og gefum nú Matthíasi orðið: "Samstarf okkar við Flugfélag Íslands hefur verið með ágætum," segir hann en ýjar að því að e.t.v. hafi flugfélaginu þótt keppinauturinn fullfrekur til fjörsins," eins og það er orðað í Morgunblaðinu í gær.
Við bíðum þannig ár í viðbót. Þar til tekst að ná samningum við Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði um kaup á viðbyggingu í Skerjafjörðinn.
Við höfum þó alla vega "kaffi, te og vatn" um borð áfram - jú og "Svala fyrir börnin."
Minnir mig á samtal á tröppunum hjá Andra þegar við vorum 11.
2 strákar: "Megum við vera memm?"
Andri: "Nei, mamma segir ég megi bara leika við einn í einu........lítið pláss."
Flokkur: Bloggar | 7.2.2007 | 00:55 (breytt kl. 01:41) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Blóm og kransar
Fólk
Konur sem ég bý með
Austlendingar
Kallað yfir hálendið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 142531
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- adalheidur
- andres
- annapala
- atlifannar
- audureva
- aas
- agustagust
- arnith
- polli
- bergurben
- birnamjoll
- baddahall
- lubbiklettaskald
- bet
- bingi
- bleikaeldingin
- gattin
- bryndisisfold
- bodvar
- dagga
- dabbi
- dofri
- saxi
- eirikurbergmann
- gloria
- ellasprella
- disill
- eyglohardar
- eyrun
- vinursolons
- ea
- fanney
- feministi
- finnurtg
- sifjar
- feron
- fridjon
- ulfarsson
- kvistur
- gummibraga
- gudmundurmagnusson
- gummisteingrims
- grj
- hinriksson
- hallgri
- nesirokk
- hannibal
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heidathord
- hemba
- belle
- bolti
- kjarninn
- hlynurh
- kolgrimur
- hrafnhildurolof
- tulugaq
- hrannarb
- hrolfur
- destiny
- hoskuldur
- indahronn
- ingo
- jensgud
- hansen
- skallinn
- joninaben
- hugsadu
- killerjoe
- kolbrunb
- kiddip
- lara
- magnusdk
- matti-matt
- maggabest
- gudbjorn
- poppoli
- ljosvellingar
- bonham
- panama
- pallvil
- hux
- pollurinn
- vertinn
- puma
- rungis
- salvor
- sigmarg
- einherji
- hvalur
- sms
- snorris
- stebbifr
- stefanthor
- fletcher
- kosningar
- svenni
- swaage
- tidarandinn
- grindjani
- tommi
- truno
- ver-mordingjar
- hundshaus
- postdoc
- vikingurkr
- thorarinnh
- thordursteinngudmunds
- doddinn
- toddi
- vitinn
Athugasemdir
Hvenær keypti Flugfélag Íslands þessa skúra sem bretinn byggði, eða voru það kanarnir? Er ekki eitthvað annað en plássleysið í stöðunni. Hvað með eignahlut FÍ í Iceland Express? Annars hlýtur Sturla sam að redda þessu og byggja tvöfalt!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.2.2007 kl. 09:20
Ég ætla svo innileg a að vona að maður geti farið að fljúga austur á þokkalega heilbrigðu fargjaldi. Þetta er glórulaust eins og staðan er í dag.
Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 12:07
Þessi mafístarfsemi flugfélagsins er orðin algerlega óþolandi, eina skiptið sem hægt var að fljúga á mannsæmandi verðum var þegar íslandsflug gerði heiðarlega tilraun til samkeppni.
Í því tilfelli brugðust samkeppnisyfirvöld allhrapalega og hefðu nú átt t.d. að banna flugfélagi íslands að lækka sín fargjöld í eins og eitt ár á meðan aðrir voru að koma undir sig fótunum, þá væri kanski alvöru samkeppni til staðar í dag.
Varðandi plássleysið þá er það náttúrulega bara fyrirsláttur, þó að ég sé ekki að segja að það sé neitt rúmt þarna á flugvellinum, þá held ég nú að það myndi allt sama bjargast ef einhver vilji væri til þess.
Eiður Ragnarsson, 7.2.2007 kl. 13:40
innanlandsflug er bara grín... hef ferðast ódýrara til köben...
samt ein pæling varðandi "730" hvað er málið... eina sem mér dettur í hug er tengt þýskum bílum... er ég farin að huxa of mikið?
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 14:07
Þetta er allt mjög furðulegt mál. Hvernig væri að Iceland Express menn fljúgi beint á Keflavík og finni brilljant lausn á ferðum milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Láti bara á það reyna. Ég minni á að þegar ég fer til útlanda frá Akureyri er örmurlegt að þurfa að fara til Reykjavíkur og taka innanlandsflugið þaðan. Það eru ekki allir á landsbyggðinni að fara til Reykjavíkur þó svo að það eigi við um marga. Bara svona smá hugmynd.
Ingi Rúnar (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 14:46
Hmm... Ekki nota Flugfélögin Ernir og Landsflug flugstöðina, en geta samt sinnt sínum bisness án nokkurra vandræða. Express þarf fyrir það fyrsta að verða flugrekstraraðili áður en það byrjar innanlandsflugið... einsog staðan er núna mætti jafnvel kalla þetta Ferðaskrifstofuna Express :-)
Auðvitað er of dýrt að fljúga, ...en sé litið til þess að rútumiði aðra leið til Akureyrar kostar rúmar 6000 krónur þá er flugmiðinn hræbillegur fyrir þá sem vilja spara tíma :-) ...það þykir undirskrifaðri allavega.
Vonandi leiða þessar umræður í þjóðfélaginu til þess að loksins fáum við glæsilega samgöngumiðstöð, þar sem góð þjónusta og SAMKEPPNI mun blómstra.
Amen.
Sunna.
Sunna B. (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 14:50
Þegar forsvarsmenn Express gáfu út þá yfirlýsingu í haust um að þeir ætluðu að lækka fargjöld um 40% á flugleiðunum til Egilsstaða og Akureyrar hlaut maður að telja að það hafi verið sagt af einhverri ábyrgð. Þeir vöktu allavega upp miklar ánægjuvæntingar í minni fjölskyldu um tíðari heimsóknir, sem maður ætlast til að þeir standi við. Ekki svona billegar afsakanir
Guðmundur Gunnarsson, 7.2.2007 kl. 15:26
Kleó, hefurðu aldrei heyrt talað um póstnúmer ?
Bara leggja saman tvo og tvo.
Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 20:03
hehe já er það númerið sem oft fyrir framan kaupstaðarnafnið á umslögum
vissi ekki að það væri til hærra en hundrað og eitthvað
.....vona samt að þú takir mig ekki mjög alvarlega ...
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.