Útvarp Reykjavík, Útvarp Reykjavík.

Orðinn góður af helvítis kvefinu.

Kíkti á Ölstofuna eftir vinnu á föstudag með gítarhetjunni Ágústi, heilbrigðisráðherra Popplands.

DV-liðar á staðnum að fagna nýju blaði. Við Gústi blönduðum okkur í hópinn enda báðir fyrrum meðlimir í hópi "stigamannanna í stigahlíð," eins og ónefnd fyrrum þula kallaði stassjónina í Skaftahlíð um þeð leyti sem tengdasonur hennar var handtekinn og mynd af honum birtist á forsíðu blaðsins.

Mér fannst fyrsta blaðið fínt. Skemmtilegir feature-ar og viðtalið við Ragnheiði Ástu skemmtilegt. Ragnheiður Ásta er nú bara einu sinni Ragnheiður Ásta og því má alveg taka viðtöl við hana oftar en á tveggja þriggja ára fresti. Spurning um nýjan bakgrunn samt á myndinni - þó Jón Múli heitinn sé auðvitað nauðsynlegur þarna.

Ég hef tvisvar í seinni tíð orðið star-struck:

Í fyrra skiptið þegar vatt sér að mér myndarleg eldri kona á göngum RÚV; kyssti mig, bauð mig velkomin og kynnti sig sem Gerði G Bjarklind. Í hitt skiptið þegar Starri, fyrrum bassaleikari Jet Black Joe, heilsaði mér upp á RÚV og sagðist vera tökumaðurinn minn í dag. Eftir þetta treysti ég mér hreinlega ekki til að hitta Ragnheiði Ástu, alveg strax.

Oddrún Vala og Aggý væru kannski vísar til að halda í höndina á mér ef slíkt gerðist?

Jón Ársæll var á Ölstofunni á föstudag með myndavélina að undirbúa þátt um þá Kormák og Skjöld. Þeir félagar verða ekki aðskildir nema með erfiðri aðgerð og því held ég að þeir tveir séu fyrsta tvíeykið, sem ekki er gift, sem Jón fjallar um. Athafnamenn í straujuðum hnésokkum, þar á ferð. Ágætis tilbreyting frá teinóttum.

Stórskemmtilegir heiðursmenn báðir tveir en samt held ég að þáttur þeirra toppi ekki þátt Diddu skáldkonu frá því fyrir stuttu svo auðveldlega.

Didda var líka á Ölstofunni og hvíldi þreytta vöðva eftir sorphirðu jóla og áramóta. Didda er alvöru fólk. Er að mér skilst núna hryggjastykkið í sorphirðuflokkum borgarinnar og þar að auki orðinn fulltrúi starfsmanna í Mannréttindanefnd borgarinnar, hafi ég skilið þetta rétt.

Diddur mættu almennt vera fleiri í stjórnkerfi ríkis og borgar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband