Í fjórða gír

Vek athygli á skáldinu Víkingi og framhaldssögu hans. 

Ekki síður bloggi Eiðs Ragnarssonar, fyrrum formanns björgunarsveitarinnar Ársólar á Reyðarfirði og bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð.

Eiður er starfsmaður Alcoa-Fjarðaáls og dvelur nú í álæfingabúðum í Kanada. Eiður er bílgefinn maður og kappkostar að keyra bíl - helst eins langt og hann getur - í hverju landi sem hann heimsækir.

Á þann heiður að hafa keyrt með honum langar leiðir um Noreg og frá nyrsta odda Jótlands til Kaupmannahafnar.

Eiður er stoltur sveitamaður austan úr Hamarsfirði frekar en Berufirði. Þeirrar tegundar sveitamanna sem hafði takið vélina í sína þjónustu, Bjartur III. Þannig hafði Eiður tekið handbremsubeygjur og spólað á svo að segja öðrum hverjum fermeter landsins þegar þarna var komið við sögu. 

Lögreglufæð og vegir sem hægt var að keyra á voru Eiði að skapi. Hann ljómaði eins og Kristján Loftsson á Hval-daginn þegar beinn og tvöfaldur vegur - sem á keyrðu ökumenn sem vissu til hvers tvær akreinar eru - blasti við honum alla leið á áfangastað - og svo til baka aftur einn fimmta leiðarinnar þar sem ég gleymdi veskinu mínu.

Síðan hefur hann lagt meira malbik að baki í fleiri löndum og ekur nú um slóðir......Æ. í Kanada.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Þetta hljómar svona eins og stutt minningargrein um hann mæta mann Eið.  En þú gleymir einni staðreynd sem skiptir sögulega miklu máli en hún er að hann er að verða síðasti framsóknarmaður landins ef fram heldur sem horfir og verður því án efa jafn dýrmætur með tímanum eins og Geirfuglinn er í dag

Óttarr Makuch, 10.1.2007 kl. 05:13

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ekki hefði ég á móti svona bíltúrum.

www.heg.blog.is

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 10.1.2007 kl. 08:01

3 identicon

Hmm.. Ætli verði búin til mynd um Eið...

Sem myndi þá kallast " Last framsóknar man standing" tja mar spyr sig..

http://www.blog.central.is/dreifbylistutta

Dreifbýlistúttan (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 10:14

4 identicon

Ekkert veit ég um þennan Eið en ég fagna þessari síðu flottur Helgi

Tobbi (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 18:21

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta var nú skemmtilegt ferðalag, og það að týna kortinu þínu og að finna það aftur eftir 2 klst og 300 kílómetra var náttúrulega tær snilld.

En ég er nú ennþá formaður Ársólar þó að ég hafi nú ekki kveikt í brennunni þetta árið, máur má nú kanski slaka á eins og ein áramót......

Eiður Ragnarsson, 10.1.2007 kl. 22:03

6 identicon

Var að skoða hollenskt siglingakort frá sautjándu öld og þar sem fjörður á austurhlið landsins er nefndur Ryd fioerd. Relevance? Ekki nokkur.

K Hrafns (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband