Er kominn heim frá Reyðarfirði en velti enn fyrir mér tvennu sem ég heyrði þar. Segi annað núna - hitt seinna.
Lengi vel hefur hin óopinbera mælistika á líf í þorpum úti á landi verið sú hversu margir sáust á ferli þar síðast þegar keyrt var í gegn.
Og með orðinu líf er hér átt við LÍF, sama hugsun á og á bakvið nafnið á Gæsluvélinni. Spurningunni um það hvort sú staðreynd að einhvers staðar búi nú 600 þar sem áður voru 1800 sé ekki dauðadómur í sjálfu sér. Hvort súrefnið yfirgefi ekki bara svo lítil samfélög að þau deyji bara drottni sínum og allir með. Það borgi sig ekki að senda þangað andrúmsloft og því sé helmingur, þó þeirra fáu sem þar húka, í hálfgerðu vímuástandi, takandi slátur eða skerandi fisk.
Bekkjarsystir mín fyrrverandi sagði mér um daginn að þó allt væri orðið fullt af fólki á Reyðarfirði þá væru ekkert fleiri á röltinu þar á kvöldin. Þetta sannfærði svo aftur það fólk sem keyrði í gegn um að ekkert líf væri í þessu plássi, eins og fyrir ál. Það þoldi hún ekki þó hún vissi að báðar fullyrðingar væru bull.
Þetta var nú líklegast rétt að hluta hjá henni. En ég gerði mér sjálfur ferð á rúntinn á Reyðarfirði á nýju ári. Rétt er að taka fram að rúmlega helmingur þeirra sem nú er skráður íbúi á staðnum var heima í Gdansk, Varsjá eða Prag þegar þessi rannsókn fór fram; hún verður þó líka studd með rökum frá á rúnti í Nóvember er bærinn var fullur - af fólki.
Yfir hátíðirnar (milli jólanna eins og ágætur maður orðaði það). Niðurstaða: Ekki kjaftur á ferðinni nema Sverrir minn Ben.
Sverrir var reyndar ekkert á rúntinum. Hann vantaði bara far heim.
Hann sagði mér raunar að það gengi enginn um bæinn nema Pólverjarnir. "Þeir hafa göngumenningu," sagði hann. Rétt hjá Sverri. Í Póllandi er ekki alltaf jafn kalt og hér og stundum hægt að labba.
Ég hef búið í rúm þrjú ár í Reykjavík, í þessari lotu, og á þeim tíma hef ég víða farið. Ég er rúntari í eðli mínu og á því auðvelt með að gleyma mér undir stýri og enda í götum eins og Kórsölum og Mururima. Þessir ferðir hafa yfir sér ákveðin ævintýrablæ og eiga sjálfsagt eitthvað skylt við ferðir sem við Jón Knútur fórum á Austurgluggan um Austurland þvert og endilangt.
Ég mæli reyndar með því að menn taka Árbæjarhringinn oftar. Stoppi í sjoppunni í Fellunum á leið gegnum Breiðholtið áður en farið er leikinn hvað eru mörg hringtorg í Hafnarfirðinum. Á meðan er gaman að velta fyrir sér heimspekilegum spurningum eins og: Hvenær er Kópavogur Breiðholt? hvenær hættir Kópavogur og Ölfuss tekur við? Eru Kórsalir í raun ekki við hliðina á Eden, þar sem Tívolíið var einu sinni?
Þetta var útúrdúr.
Að einu hef ég þó komist á þessum ferðum mínum um rima Muru og sali kóra og búð Ása:
Það gengur varla nokkur maður á Íslandi.
M.ö.o. það er bara skítkalt hérna stærstan hluta ársins og þó bensínverðið geti verið svona og svona þá láta menn sig bara hafa það, svona eins og menn migu í lúkurnar á sér til skammgóðs vermis á togurunum í gamla daga.
Á þessu eru auðvitað undantekningar: Til dæmis labbar fólk hér í kringum heimili mitt í miðbænum. Það held ég samt að sé vegna þess að strætó á sitt varnarþing hér á Hlemmi og í strætó fer engin keyrandi.
Það er líka slatti af fólki sem ég sé labba hérna niður við Sæbraut. Sömuleiðis í Nauthólsvík og úti á Nesi. Íbúar á Seltjarnarnesinu eru samt ekki á leið í strætó held ég.
Flest af þessu fólki er þó ekkert bara úti á labbinu bara rölta svona eins og ekkert sé skemmtilegra. Nei, nær allt það fólk sem labbar í Reykjavík er annað hvort með hund í bandi eða að reyna að koma hjartanu í lag eða aukakílóunum af. Þetta fólk er líka auðkennt með gulum endurskinsmerkjum eða í brjálæðislega þröngum jogginggöllum sem eru eins og málaðir á viðkomandi, enda er hvergi meiri þörf á því að kljúfa vind með fötunum sínum en einmitt hér.
Einstaka maður sést svo ganga með bensínbrúsa á Sæbrautinni. Þeir eru yfirleitt fúlli en aðrir.
Í Grafarvorginum er fólk ekkert að hanga úti bara til að sanna að þar búi flestir? Nei Grafarvogsbúar eru bara heima hjá sér eða í bílnum. Það er bara alltof kalt til að halda uppi einhverjum málstað. Hvenær hefur líka einhver fundið Grafarvogi það til foráttu að þar sé ekki maður við mann upp og niður Rimahverfið - labbandi?
Í Nóvember var nóg af fólki á Reyðarfirði, staðurinn orðin hagkvæm stærð fyrir verslun Kaupáss til dæmis. Verkamennirnr hjá Bechtel og undirverktökum þeirra búa í þorpi í enda þorpsins, ef einhver skilur það. Þeir ganga svo í bæinn margir eða fara með rútum til að versla og erinda.
Þeir eru allir í þessum líka fínu gulu vestum þannig að þegar maður keyrir út úr þorpinu að kvöldlagi, og þessir gönguglöðu menn strunsa göngustíginn við hlið þjóðvegarins, þá myndar endurskinsröðin eitthvað sem væri best lýst sem elddreka sem silast upp að vinnubúðunum. Dásamlegt sjónarspil, þó erfitt gæti reynst að vernda þessa auðlind sérstaklega eða gera úr pening úr.
Til þess er bara alltof kalt og auk þess þurfa Pólverjarnir að koma upp álveri fyrir áramót.
Einu sinni var mér sagt um ónefnt sveitarfélag, hvaðan ég er ættaður, að þar væri ekki bara að finna undantekningu á fólklabbandiútumallt-reglunni heldur væri líka sama hvenær væri keyrt þar í gegn, alltaf væri einn maður hið minnsta skjóðurakur meðal röltara.
En svona á ekkert að tala um frændur mína Fáskfirðinga.
Nei, gott fólk, lífið er ekkert í labbinu.
Tónlistarspilari
Tenglar
Blóm og kransar
Fólk
Konur sem ég bý með
Austlendingar
Kallað yfir hálendið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- adalheidur
- andres
- annapala
- atlifannar
- audureva
- aas
- agustagust
- arnith
- polli
- bergurben
- birnamjoll
- baddahall
- lubbiklettaskald
- bet
- bingi
- bleikaeldingin
- gattin
- bryndisisfold
- bodvar
- dagga
- dabbi
- dofri
- saxi
- eirikurbergmann
- gloria
- ellasprella
- disill
- eyglohardar
- eyrun
- vinursolons
- ea
- fanney
- feministi
- finnurtg
- sifjar
- feron
- fridjon
- ulfarsson
- kvistur
- gummibraga
- gudmundurmagnusson
- gummisteingrims
- grj
- hinriksson
- hallgri
- nesirokk
- hannibal
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heidathord
- hemba
- belle
- bolti
- kjarninn
- hlynurh
- kolgrimur
- hrafnhildurolof
- tulugaq
- hrannarb
- hrolfur
- destiny
- hoskuldur
- indahronn
- ingo
- jensgud
- hansen
- skallinn
- joninaben
- hugsadu
- killerjoe
- kolbrunb
- kiddip
- lara
- magnusdk
- matti-matt
- maggabest
- gudbjorn
- poppoli
- ljosvellingar
- bonham
- panama
- pallvil
- hux
- pollurinn
- vertinn
- puma
- rungis
- salvor
- sigmarg
- einherji
- hvalur
- sms
- snorris
- stebbifr
- stefanthor
- fletcher
- kosningar
- svenni
- swaage
- tidarandinn
- grindjani
- tommi
- truno
- ver-mordingjar
- hundshaus
- postdoc
- vikingurkr
- thorarinnh
- thordursteinngudmunds
- doddinn
- toddi
- vitinn
Athugasemdir
Sæll Helgi
þetta er ljóðrænt
og þú ert snillingur
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 8.1.2007 kl. 23:00
Íslenskur sjenever á miðvikudögum og sápugin um helgar - them were the days. Velti fyrir mér af hverju svona mikið var (og er) drukkið í þessum bæ og hallast helst að því að sé vegna mengaðs drykkjarvatns. Ekki er leiðindunum fyrir að fara, ó nei.
Björgvin Valur (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 23:38
Usss hvað er langt síðan þú komst við á kongó. Þar eru röltarar allan ársins hring.
Austfirðingur (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 23:40
Mér fynst Reyðarfjörður minna mig á námubæ í nevada eyðimörkini sem maður sér í gömlum vestrum þegar að gullæðið var og hét.Það er bara vonandi að hann hljóti ekki sömu örlög og þeir gerðu.Í dag er ég lögbundinn nesbúi og tek strætó:) www.blog.central.is/trubador
Hilmar Garðarsson (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 00:49
Åf hverju þarftu að gleyma þér til að enda í Kórsölum. Þetta er í alfaraleið þarna landsbyggðarrafturinn þinn.
simmi (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 01:46
Hvernig færðu það út að Kórasalir séu í alfaraleið? Þetta er svo langt frá 101
Sveinn Pálmar Einarsson (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 08:25
Það er sjálfsagt að hrauna yfir Fransara þar sem að þeir eru manna bakbreiðastir, þessi öfund hefur alltaf tíðkast á Reyðarfirði þeir áttu ekki fyrir sopanum greyin.
Skúli Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 09:28
Það versta við Reyðarfjörð er það hvað það er óhugnalega löng hraðarhindrun á leið minni til Eskifjarðar. Hækkum hraðatakmörk í Reyðarfirði í 90...það er hvort eðer enginn á labbinu.
Sveinn Pálmar Einarsson (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 14:54
Uss.... Þar sem ég er nú gallharður og stoltur Nobbari en nótabene bý í hinum mikla Álbæ og búin að búa þar í rúm 2 ár.. Að þá er mín skoðun sú að Reyðarfjörður er sko miklu skárri en Eskifjörður.. Þannig af tvennu íllu þá er Reyðarfjörður miklu skárri.. það er allavega mín skoðun....
Og by the way að þá fer ég oft á labbið á kvöldin en oftast edrú....
Dreifbýlistúttan (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 19:55
Og aumur ég sem hélt að landsbyggðarrígurinn væri eitthvað sem dæi með minni kynslóð (fæddur 1955). En guði sé lof hún lifir (allavega í Álaustrinu).
Og landsbyggðar pakk og aðrir dreyfarar.....................Kórahverfið og Rimahverfið er víst í alfaraleið ...spyrjið bara ungu strákana sem eru þar á rúntinum að leita að sætu stelpunum (þeir fatta bara ekki að allar sætu stelpurnar búa dreyfbýlinu). Annars takk fyrir góðan pistil.
Sverrir (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 05:09
Og aumur ég sem hélt að landsbyggðarrígurinn væri eitthvað sem dæi með minni kynslóð (fæddur 1955). En guði sé lof hún lifir (allavega í Álaustrinu).
Og landsbyggðar pakk og aðrir dreyfarar.....................Kórahverfið og Rimahverfið er víst í alfaraleið ...spyrjið bara ungu strákana sem eru þar á rúntinum að leita að sætu stelpunum (þeir fatta bara ekki að allar sætu stelpurnar búa dreyfbýlinu). Annars takk fyrir góðan pistil.
Sverrir (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 05:09
Hmm... Er ekki bara hægt að klæða sig betur ef að það er svona svakalega kalt?
Ólafur Halldórsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.