"Þú ert ungur enn..."

Held áfram að lesa um ástir og örlög Alþýðubandalagsins í bók Óskars Guðmundssonar.

Fyrir nokkrum árum heyrði ég fréttamann á kosninganótt telja upp nýja þingmenn. Hann endaði upptalninguna á orðunum: "Svo eru þarna ungt fólk eins og Mörður Árnason og........."

Mörður Árnason var fimmtugur þegar þessi orð hrukku af vörum kollega míns.

Nýverið heyrði ég að Mörður, þá 14 ára, hefði verið barinn í hausinn af lögreglumanni í mótmælum.

Mótmælum sem ég efast ekki um að hafi snúist um Kalda-stríðið sem við unga fólkið vitum auðvitað ekkert um - enda andrúmsloft þeirra ára annað en í dag.

Hugsanlega minna súrefni í andrúmsloftinu?

Nú en án þess að ég vilji nú tengja þetta atvik við það sem greint er frá í bók Óskars, þá er þetta bara dæmi um eitthvað sem hátimbraðir myndu kalla "leiftrandi skemmtilega frásögn." Ég kalla þetta fyndið. Í bókinni segir á blaðsíðu 163:

"Þjóðviljinn var og vettvangur fyrir unga fólkið lengst af. Þó slæddust einstaka ungmenni inn í Alþýðubandalagið eða á jaðar þess. Til dæmis að taka var Mörður Árnason kosinn formaður Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins 1973. Hann er enn hálfum öðrum áratug síðar, meðal yngstu og efnilegustu manna í Alþýðubandalaginu."

Óskar gefur bók sína út árið 1987. Nú tuttugu árum seinna, má segja - útfrá orðum fréttamannsins í síðustu kosningum - að Mörður Árnason sé og hafi verið einn af yngstu og efnilegustu þingmönnum landsins.

Svo er bara að sjá hvort annar efnilegur og ungur hlýtur brautargengi eða ekki?

Þegar stórt er smurt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mörður deyr langt fyrir aldur fram um nírætt ef þetta heldur áfram.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 13:29

2 identicon

Neinei, það var ekkert minna súrefni í andrúmsloftinu árið 1968. Það var hinsvegar Víetnamstríð og einræðisstjórn í Natóríkjunum Grikklandi og Portúgal. Svo var auðvitað bara vor í lofti, ekki síst hjá 14 ára unglingum!

Brandari Óskars vinar míns lýsir hinsvegar vanda Alþýðubandalgsins á sínum tíma. Ég gekk í þann flokk 18 ára og sagði mig úr honum um tvítugt, 1974. Þegar ég gekk í hann aftur til að taka þátt í prófkjöri í Reykjavík 1986 var ég ennþá unglamb -- sem stendur enn! Er nokkuð að annars, Helgi minn? // Mörður (hinn ungi)

Mörður Árnason (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 19:32

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

já, ekki laust við að manni langi til að lesa þessa bók bara! held ég byrji samt á bókinni hennar Möggu Frímanns, hef heyrt góðar sögur af henni, og reyndar góðar sögur úr henni líka :)

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 5.1.2007 kl. 21:14

4 identicon

Algerlega blásaklaus einsog Lalli Johns og gjörsamlega hlutlaus verð ég að segja að þessi bók Óskars er alveg þrautleiðinleg. Lesiði frekar Möggu Frímanns.

Tóta p. (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 09:12

5 identicon

Það er mikið að þú byrjaðir að blogga!

Eg. (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband