Ammavis

Búinn að liggja veikur í dag.

Drekk verkjalyf með berjabragði. Þegar ég var lítill - sem er fyrir svo löngu að þá stjórnuðu þessu landi stjórnmálaflokkar sem ég get ómögulega munað hvað hétu - gaf amma mér magnyl (borið fram Maggníll) sem hún muldi í teskeið og setti vatn útí, svona svipað og menn hafa séð oft í fréttaskýringaþættinum Kompás. Amma var þó með magnýl.

Amma hefði getað verið framan á Frjálsri Verslun í stað Róberts Wessman, Actavis-forstjóra og lyfjarisa, ef hún hefði bara fattað að mylja magnyl í bréf sem hún hefði síðan selt sem kvefte.

En amma - réttara sagt ömmur mínar báðar - eru nægjusamar konur sem gera ekkert tilkall til forsíðu Frjálsrar Verslunar - eða annarra forsíðna ef því er að skipta.

Skellti hérna inn myndbandi með Eminem sem eftir því sem mér er sagt fékkst ekki sýnt á MTV sjónvarpsstöðinni. Einhver gæti haldið að pólitík valdi því en ég hef aðra kenningu: Það eru engar naktar "bitsjess or hós" í myndbandinu. Heimir Jónasson þeirra MTV manna hefur einfaldlega sagt við Eminem: "Þetta gengur aldrei eyrnapinninn þinn. Þetta er ekki nógu sexý."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumir verða aldrei svo veikir að þeir geti ekki þrykkt í eina bloggfærslu. 

Júblandi aðsókn á seljan.is í dag.  

Þóra (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 21:25

2 Smámynd: Víkingur / Víxill

bara að það væru fleiri jafn reiðir og hann. djöfuls snillingur. okkar mósart!

Víkingur / Víxill, 5.1.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband