Hef ekki bloggað hér lengi og ef það væri ekki fyrir þá einföldu staðreynd að ég var búinn týna lykilorðinu þá væri ég búinn að loka þessu hálfmaðkétna bloggi mínu.
En kannski fer ég að detta í þörf fyrir að tjá mig hér.
Hins vegar var að ég að heyra svo merkilega sögu áðan að ég verð að koma henni út hér, áður en það verður tilkynnt formlega. Og af því að það er svo langt síðan ég fékk að skrifa fyrirsögn kemur hún fyrst:
Jón Sigurðsson (61) fyrrum Seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins:
Reisir skóla í álbúðum!
Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, Iðnaðar- og Viðskiptaráðherra, Seðlabankastjóri, rektor á Bifröst, ritstjóri Tímans og Kollfirðingur af Kjalarnesi, hefur tekið við nýja starfi hjá Háskólanum í Reykjavík. Starfið mun eftir því sem ég kemst næst snúast um að leiða samstarf HR og sveitarfélagsins Fjarðabyggðar við uppbyggingu hvers kyns framhaldsmenntunar í sveitarfélaginu. Rætt er um að koma á fót nokkurs konar skóla í bráðum tómum vinnubúðum Bechtel utan við þorpið á Reyðarfirði og mun Jón meðal annars leiða þá skoðun alla. Þetta mun hafa verið handsalað og blekað í reyklausu bakherbergi á stór-Reyðarfjarðarsvæðinu í gær.
Jón var sem kunnugt er formaður Framsóknarflokksins í rúmt ár, eða frá því Halldór Ásgrímsson sá þann kost vænstan að hverfa úr þeim stóli eftir sveitarstjórnarkosningar fyrir rúmu ári. Jón varð seinna ráðherra iðnaðar og viðskipta. Til gamans má geta að eftir að Jón lét af því embætti þurfti ekki færri en tvo menn í það sama embætti.
Blaðið hafði slúðrað því um Jón á dögunum að til hans hafði sést á skrifstofu rektors HR; hvaðan hann gekk út með fangið fullt af bæklingum. Jón neitaði þá að tjá sig um málið en leitt var að því líkum að hann hefði hug á að einbeita sér að kennslu eftir að hafa farið í matarhlé af fundi á Hverfisgötunni um daginn og endað utan Stjórnar. Stuttu áður hafði Jón vaknað utan þings, hvar hann var raunar einnig þegar hann lagðist til hvílu kvöldið áður.
Jón er vanur skólamaður enda var hann rektor á Biföst meðan sá skóli var enn kenndur við Samvinnu.
-HSel
Hver veit nema maður skelli sér í öldungadeildina í vetur; negli stúdentinn og fari svo í lögfræði í Teigagerði?
Flokkur: Bloggar | 5.9.2007 | 22:29 (breytt 6.9.2007 kl. 00:50) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Blóm og kransar
Fólk
Konur sem ég bý með
Austlendingar
Kallað yfir hálendið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- adalheidur
- andres
- annapala
- atlifannar
- audureva
- aas
- agustagust
- arnith
- polli
- bergurben
- birnamjoll
- baddahall
- lubbiklettaskald
- bet
- bingi
- bleikaeldingin
- gattin
- bryndisisfold
- bodvar
- dagga
- dabbi
- dofri
- saxi
- eirikurbergmann
- gloria
- ellasprella
- disill
- eyglohardar
- eyrun
- vinursolons
- ea
- fanney
- feministi
- finnurtg
- sifjar
- feron
- fridjon
- ulfarsson
- kvistur
- gummibraga
- gudmundurmagnusson
- gummisteingrims
- grj
- hinriksson
- hallgri
- nesirokk
- hannibal
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heidathord
- hemba
- belle
- bolti
- kjarninn
- hlynurh
- kolgrimur
- hrafnhildurolof
- tulugaq
- hrannarb
- hrolfur
- destiny
- hoskuldur
- indahronn
- ingo
- jensgud
- hansen
- skallinn
- joninaben
- hugsadu
- killerjoe
- kolbrunb
- kiddip
- lara
- magnusdk
- matti-matt
- maggabest
- gudbjorn
- poppoli
- ljosvellingar
- bonham
- panama
- pallvil
- hux
- pollurinn
- vertinn
- puma
- rungis
- salvor
- sigmarg
- einherji
- hvalur
- sms
- snorris
- stebbifr
- stefanthor
- fletcher
- kosningar
- svenni
- swaage
- tidarandinn
- grindjani
- tommi
- truno
- ver-mordingjar
- hundshaus
- postdoc
- vikingurkr
- thorarinnh
- thordursteinngudmunds
- doddinn
- toddi
- vitinn
Athugasemdir
Velkominn aftur, ég hef saknað skrifanna þinna. Ég heyrði þessa merkilegu frétt í kvöld og datt í hug hvort það væri verið að koma upp safni á Reyðarfirði með fyrrverandi bæjar- og sveitarstjórum og ráðherrum! Yrði það ekki vísir að ónefndu en merkilegu safni sem er á Húsavík?
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 5.9.2007 kl. 22:43
Sæll meistari, gaman að sjá þig taka um "pennann" aftur.
Magnús Karlsson, 5.9.2007 kl. 23:02
Bolur skríður úr hýði sínu til að bjóða kallinn velkominn aftur á bloggið, þú og ég erum klárlega demantar á mykjuhaug Moggabloggsins.
Bolur Bolsson, 5.9.2007 kl. 23:13
Gott að Jón er búinn að fá eitthvað að gera
Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.9.2007 kl. 00:24
Velkominn aftur félagi. Mér sýndist ég einmitt sjá í afturendann og undir iljarnar á Jóni í dag, labbandi inn í Molann. Já kannski maður skellir sér í (ekki Teigagerðis) Haga-skóla
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2007 kl. 01:22
Góður Helgi! Þú veist svo hvar þú átt að leita vanti þig meira skúbb úr Fjarðabyggð.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 6.9.2007 kl. 10:17
hmmmmmmmmm
Einar Bragi Bragason., 6.9.2007 kl. 11:31
Afar athyglisvert svo ekki sé meira sagt. Fín umfjöllun um Þjórsármálið í Kastljósi. Kv frá Selfossi.
Alma Lísa Jóhannsdóttir, 6.9.2007 kl. 13:54
Við systkinin úr Teigagerði fögnum því að hægt er að fara að læra þar aftur ...
alla (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 13:58
Þar sem þú ert slyngur fréttamaður, Helgi, væri gaman að sjá þig skoða framhaldsmenntun Jóns. Það er stundum sagt að fólk fá ökuskírteinið sitt í Cheeriospakka - Jón fékk doktorsgráðuna sína á svipaðan hátt, þ.e. í bréfaskóla í Kaliforníu! Check it out.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 14:30
Velkominn aftur hef bara séð þig en núna fer ég að lesa þig.
Svanhildur Á. Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 18:04
Sibba í Teigagerði!
Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.