Í dag er fagnað í Fjarðabyggð í annað eða þriðja sinn vegna næstumþvíalvegopnunar álvers Alcoa. Í gær var líka fagnað í Fjarðabyggð.
mynd Austurglugginn/Gunnar Gunnarsson
Hér fagnar Jón Gunnar Eysteinsson Norðfirðingur ásamt Andra Bergmann Þórhallsyni, hjartaknúsara úr Evróvisjón og Eskfirðingi, sigurmarki Fjarðabyggðar gegn Þór í toppslag fyrstu deildar. Með sigrinum í gær hefur Fjarðabyggðarliðið undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar ekki tapað leik í heilt ár - 7 9 13 - og á nú góða möguleika á efsta sætinu með sigri í næsta leik.
Austfirðingar gætu þar með átt séns á sæti í efstu deild í fyrsta skipti!!!
Fyrir þá sem ekki vita þá hafa fótboltalið að austan ekki blandað sér mikið í baráttu efstu liða á Íslandsmóti í gegnum tíðina. Við höfum eftirlátið öðrum landshlutum að spila þar með sín lið. Einna helst að gullaldarlið Einherja frá Vopnafirði og sömuleiðis Þróttar í Neskaupstað hafi daðrað við miðja næst efstu deild.
Annars hafa austfirðingar sýnt samstöðu með því að hafa öll lið sín í d- og e-riðlum 3. og áður 4. deildar Íslandsmótsins. Ódyrt og þægilegt bara.
Þessu eru Þorvaldur Örlygsson og Stefán Bjarnason, aðstoðarþjálfari hans og vallarstjóri á Eskifirði, að breyta.
Ég hef ekki enn náð að sjá leik með liðinu í sumar en stefni á að gera það sem fyrst enda hef ég það eftir ónefndum núverandi landsliðsþjálfara Íslands að liðið sé með þeim skemmtilegri á að horfa - og hefur sá maður séð leiðinlega fótboltaleiki og veit því hvað hann syngur.
Annars hef ég komist að því að ég hef meiri áhuga á íslenskum fótbolta en þeim útlenda. Það krystallar ef til vill einu sýnilegu þjóðerniskennd undirritaðs að hafa meiri áhuga á því að standa í brekkunni á Kópavogsvellinum eða í brekkunni til móts við Hólmatind á Eskifirði en að sitja í breskri stúku.
Gott dæmi um þetta er að ég get ekki fengið mig til að halda með liði ensku deildinni ólíkt Sigmari vinnufélaga mínum sem einhvern tímann gerði úllendúllendoff á efstu lið og lenti í því að halda með Arsenal. Þrjósku sinnar vegna hefur hann svo haldið sig við það.
En....
Til hamingju Fjarðabyggð!
Ég tók mér það bessaleyfi að setja hér inn mynd úr leik gærkvöldsins. Gunnar Gunnarsson blaðamaður Austurgluggans tók hana og ég vona að mér verði fyrirgefið.
Áhugasömum bendi ég á að mistrið í bakgrunni myndarinnar er ekki þoka. Betur gæti ég trúað að þarna væri á ferðinni svona blys eins notuð eru á stórleikjum erlendis. Þokan finnst jú ekki eystra - það er bara stundum lágskýjað.
Flokkur: Bloggar | 9.6.2007 | 11:37 (breytt kl. 11:44) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Blóm og kransar
Fólk
Konur sem ég bý með
Austlendingar
Kallað yfir hálendið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- adalheidur
- andres
- annapala
- atlifannar
- audureva
- aas
- agustagust
- arnith
- polli
- bergurben
- birnamjoll
- baddahall
- lubbiklettaskald
- bet
- bingi
- bleikaeldingin
- gattin
- bryndisisfold
- bodvar
- dagga
- dabbi
- dofri
- saxi
- eirikurbergmann
- gloria
- ellasprella
- disill
- eyglohardar
- eyrun
- vinursolons
- ea
- fanney
- feministi
- finnurtg
- sifjar
- feron
- fridjon
- ulfarsson
- kvistur
- gummibraga
- gudmundurmagnusson
- gummisteingrims
- grj
- hinriksson
- hallgri
- nesirokk
- hannibal
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heidathord
- hemba
- belle
- bolti
- kjarninn
- hlynurh
- kolgrimur
- hrafnhildurolof
- tulugaq
- hrannarb
- hrolfur
- destiny
- hoskuldur
- indahronn
- ingo
- jensgud
- hansen
- skallinn
- joninaben
- hugsadu
- killerjoe
- kolbrunb
- kiddip
- lara
- magnusdk
- matti-matt
- maggabest
- gudbjorn
- poppoli
- ljosvellingar
- bonham
- panama
- pallvil
- hux
- pollurinn
- vertinn
- puma
- rungis
- salvor
- sigmarg
- einherji
- hvalur
- sms
- snorris
- stebbifr
- stefanthor
- fletcher
- kosningar
- svenni
- swaage
- tidarandinn
- grindjani
- tommi
- truno
- ver-mordingjar
- hundshaus
- postdoc
- vikingurkr
- thorarinnh
- thordursteinngudmunds
- doddinn
- toddi
- vitinn
Athugasemdir
Hey - 1/6 af álverinu tekinn í notkun í dag. Keyrðu með rafmagni frá Rarik. Ég vona að enginn taki framlengingarsnúruna úr sambandi.
Björgvin Valur - Bæjarslúðrið, 9.6.2007 kl. 19:27
til lukku með boltann .. á álverinu hef ég litla skoðun ... finnst ég ekki geta tekið afstöðu á móti þar sem ég er ekki austfirðingur ..
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 19:58
Frábært gengi hjá Fjarðabyggð. Þeir eru líklegir til að fara upp strákarnir.
Það að hafa liði frá Austurlandi í 1. deild, eða jafnvel efstu deild, er nefnilega mjög fínt fyrir fótboltann á Austurlandi. Þessi lið styrkja hvert annað meira ef þau eru ekki öll í neðstu deild.
Annað: Ég vona líka að ferðirnar austur hjálpi liðunum að sunnan að skilja að það er óréttlátt að borga ekki niður ferðakostnað liða frá Norðurlandi, Austurlandi, Vestmannaeyjum og Vestfjörðum.´
En sem sagt, vel gert Fjarðabyggð, og upp með ykkur!
PS. Hljómar ekki betur að segja: Vel gert KFF, og upp með ykkur?
Jón Halldór Guðmundsson, 10.6.2007 kl. 10:44
Þróttur Nesk, lenti eitt sinn í 3ja sæti í næst eftstu deild, það var um 1980 eða 81 og Sigurbergur Sigsteinsson þjálfaði og spilaði. Þá fóru tvö lið upp, þannig að Þróttur var nálægt því það árið. Held þeir fari svo fallið árið eftir. Gott ef Austri lenti ekki líka nokkrum árum áður í 3ja sæti.
Gísli Gíslason, 10.6.2007 kl. 10:52
Af litnum að dæma, myndi ég ætla að þetta sé álþoka bak við fótboltakallana. Öðru nafni mengun. Gott að sjá, að þú ert farinn að blogga aftur!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.6.2007 kl. 11:41
Sko kútinn, farinn að blogga aftur..
Ég fagna því náttúrlega, fínir pennar eiga að blogga.
En, ég minni líka á að völlur þessi var byggður þegar frændi minn Hlöðver Rafnsson apaðist til að koma Austra upp í aðra deild þegar ég var með sítt að aftan, á góðum tíma. Bara til þess að ég geti nú montað mig yfir einum áhrifum eins góðs Frammara, alveg eins & Gísli 'nobbari' montaði sig yfir Sigurbergi.
Afleiðíng þess var nú reyndar fyrir okkur þábúandi Ezzkara, að Bleiksárhlíðin var ekki malbikuð það árið, já eða það næsta, því að búa þurfti til leikhæfann fótboltavöll.
Ég legg samt til að Kristján Svavarson verði snarlega innkallaður í lið Fjarðarbyggðar sem fyrirliði. Hann er ennþá í fínu formi, kallinn & allt er rúmlega fertugum fært. Betri fótboltastrák hef ég aldrei verið með í liði.
S.
Steingrímur Helgason, 13.6.2007 kl. 01:30
fín mynd af þér í Blaðinu í gær....
Zunderman (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 17:18
Engin þoka fyrir austan?
Hvað með völvuna frægu sem á víst að hvílast þarna í hólmatindi og bjargaði austfirðingum frá innrás einhverja flugvéla! Flestir ef ekki allir austfirðingar eru svo stoltir af þokunni...
Kristinn Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.