Ekki til sundurliðað í Valhöll?

Pétur Gunnarsson huxuður bloggaði fyrir nokkru um þá ákvörðun hins frjálslynda hægri manns, Andra Óttarssonar framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, að segja félagatal í flokknum leyndó.

Auðvitað ráða sjallar því hvað þeir gera. Hins vegar sá ég skemmtilega frásögn í bók hins álftneska Guðna Th. - Óvinir Ríkisins:

"Í mars 1949 lagði Jóhannes Hafstein, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, (þannig) fyrir valda félaga um land allt að þeir "afli allra hugsanlegra upplýsinga um pólitíska afstöðu kjósenda í hverju umdæmi og merki inn á skrárnar áætlaða flokksafstöðu hvers kjósenda."

  Hefur Andri bara nokkuð nennt að sundurliða skrárnar í Valhöll?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Hvað var leyndó, fjöldinn, hverjir væru í flokknum, hverjir hefðu sagt sig úr flokknum, hverjir hafa sagt sig úr flokknum út af ákveðnum málum?  Fannst þetta ekki liggja fyrir í þessari litlu klausu í blaðinu.  Hafi það verið fjöldinn liggur hann nokkurn veginn fyrir og er bara hægt að sjá þetta á heimasíðunni.   

Fjölmiðlamaðurinn tekur kannski upp símann og fá þetta á hreint.

TómasHa, 8.2.2007 kl. 12:41

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Þetta var ansi merkilegt verður að segjast!  Allir gáfu upp fjöldan nema Sjálfstæðisflokkurinn.   Væri gaman að fá nánari skýringu frá Andra á þessari afstöðu.

Sigfús Þ. Sigmundsson, 8.2.2007 kl. 13:33

3 identicon

ég hólkast gjörsamlega upp af þessum skrifum hjá þér drengur.

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 17:08

4 Smámynd: Hákon Unnar Seljan Jóhannsson

Hérna á ekki að fara blogga. 

Hákon Unnar Seljan Jóhannsson, 13.2.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband