Var að setja inn nýja og rokkaðri útgáfu af lagi Magnúsar Helga Sigurðssonar, sjónvarpsstjóra og -stjörnu hjá MK-Media og bílstjóra hjá Osta- og Smjörsölunni. Skora á alla að hlusta á lagið - á góðum styrk, eins og stóð aftan á Geislavirkir plötu Utangarðsmanna.
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að eyða hálfum degi á rúntinum með Magga í vikunni þegar ég og Benni pródúsent Kastljóssins tókum við hann viðtal.
Maggi er eins og fyrr segir bílstjóri hjá Osta- og Smjörsölunni og honum mega íbúar Árbæjar, Efra-Breiðholts, Grafarvogs, Mosfellsbæjar og Kjalarness, þakka nýja osta og smjör á hverjum degi - Maggi kemur ekkert nálægt álagningu á sömu vörur, enda væri þá ostur líklegast ekki munaðarvara.
Ég leyfi mér að fullyrða að Maggi sé einn allra skemmtilegasti viðmælandi sem ég hef haft; einlægur, opinn og laus við allt fals.
Ég hef nú ekki hingað til verið að tjá mig mikið um vinnuna mína enda tel ég hana segja sig nokkuð sjálfa. Nauðsyn brýtur hins vegar bæði lög og reglur. Ég plögga því hér:
Viðtalið verður sýnt í næstu viku ásamt því sem "Stúlkan á barnum" verður frumsýnt í íslensku sjónvarpi.
Fylgist með Magga gott fólk og endilega hlustið á lagið í spilaranum hér við hliðina; seinni útgáfan er sú nýja.
Ég lofaði því að skella hér inn "nýju" Guns´n roses lagi um helgina en get það ekki. Sorry Eiður minn að ég skuli láta þig bíða. Eitthvað helvítis pikkless í þessu hjá mér - dettur ekki í hug að kenna tölvunni um það. Og Orri fylgstu með Magga í vikunni, textaséní eins og þú ættir að þekkja snilldina þegar þú heyrir hana.
Flokkur: Bloggar | 21.1.2007 | 15:31 (breytt kl. 15:50) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Blóm og kransar
Fólk
Konur sem ég bý með
Austlendingar
Kallað yfir hálendið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- adalheidur
- andres
- annapala
- atlifannar
- audureva
- aas
- agustagust
- arnith
- polli
- bergurben
- birnamjoll
- baddahall
- lubbiklettaskald
- bet
- bingi
- bleikaeldingin
- gattin
- bryndisisfold
- bodvar
- dagga
- dabbi
- dofri
- saxi
- eirikurbergmann
- gloria
- ellasprella
- disill
- eyglohardar
- eyrun
- vinursolons
- ea
- fanney
- feministi
- finnurtg
- sifjar
- feron
- fridjon
- ulfarsson
- kvistur
- gummibraga
- gudmundurmagnusson
- gummisteingrims
- grj
- hinriksson
- hallgri
- nesirokk
- hannibal
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heidathord
- hemba
- belle
- bolti
- kjarninn
- hlynurh
- kolgrimur
- hrafnhildurolof
- tulugaq
- hrannarb
- hrolfur
- destiny
- hoskuldur
- indahronn
- ingo
- jensgud
- hansen
- skallinn
- joninaben
- hugsadu
- killerjoe
- kolbrunb
- kiddip
- lara
- magnusdk
- matti-matt
- maggabest
- gudbjorn
- poppoli
- ljosvellingar
- bonham
- panama
- pallvil
- hux
- pollurinn
- vertinn
- puma
- rungis
- salvor
- sigmarg
- einherji
- hvalur
- sms
- snorris
- stebbifr
- stefanthor
- fletcher
- kosningar
- svenni
- swaage
- tidarandinn
- grindjani
- tommi
- truno
- ver-mordingjar
- hundshaus
- postdoc
- vikingurkr
- thorarinnh
- thordursteinngudmunds
- doddinn
- toddi
- vitinn
Athugasemdir
he he he tær snild
Hilmar Garðarsson (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 19:30
Verður Magnús Helgi nýjasta leikfang fréttamanna ein og fór fyrir Gísla heitnum á Uppsölum?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.1.2007 kl. 23:20
Ég bíð í ofvæni!
Orri Harðarson, 22.1.2007 kl. 12:35
Hvernig fór fyrir Gísla heitnum á Uppsölum? Skil ekki alveg tenginguna Heimir minn?
Helgi Seljan, 22.1.2007 kl. 13:08
Maggi er algjör meistari!!! Helgi þú verður líka að setja inn "Stúlkan sem sveik mig" það er fyrir lengra komna!
Björn nokkur Árnason (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 13:50
Þetta er gullfallegt lag sem batnar við hverja hlustun. Þetta kemur beint og ómengað frá hjartanu. Fáheyrð einlægni. Ég spái "Stúlkunni..." mikilli spilun.
Kristinn Hrafnsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 19:38
Var að horfa á viðtalið við Magnús Helga, vel gert. Enda skemmtulegur og áhugaverður viðmælandi!
Inga (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 20:10
Var að horfa á þetta fína innslag þitt, Helgi. Jú, maðurinn er perla sem lýsir upp svartasta skammdegið. Svona menn eru ómissandi í tilverunni.
Annars er ég ekki frá því að greina megi áhrif frá Halla Reynis, sem gerði lagið "Við erum eins" hér um árið.
Orri Harðarson, 23.1.2007 kl. 20:13
Þetta var alveg frábært viðtal. Hann Maggi er sennilega einn af einlægustu tónlistarmönnum þessa lands. Enn og aftur hefur þú Helgi náð nýjum hæðum í sjónvarpinu. Takk fyrir það.
Hákon Þorri
Hákon Þorri (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 22:51
Naiveté - "hinn saklausi einfaldleiki" á sér alltaf fylgismenn... hmmm...
Haukur Nikulásson, 26.1.2007 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.