Meinlæta menningarfrömuður

Á vefsíðu Skálholts má lesa þetta: 

"1211 Páll biskup Jónsson andast og er grafinn í steinkistu sinni, mikill menningarfrömuður."

Já vissulega var Páll menningarfrömuður, þó erfitt sé að skilja textann öðruvísi en það hafi falist í þeirri brilliant hugmynd að láta grafa sig í steinkistu.

Steinkistan fannst rúmum 700 árum síðar við fornleifauppgröft sem ég veit ekki betur en Kristján Eldjárn hafi stýrt. Svo merkileg tíðindi þóttu fundur menningarfrömuðarins Palla biskups að útvarpað var beint frá því þegar kistan var opnuð.

Og hvað kom í ljós?

Jú leifar menningarfrömuðarins og bagall hans, bagall ku vera eins konar valdasproti þess tíma svon eins og víravirkið með merki Reykjavíkurborgar sem Villi borgarstjóri hefur sem betur er ofan í kassa.

Þessi fundur er almennt talinn merkilegastur fyrir þær sakir að dótið í steinkistunni er jafnan talin vera elsta varðveitta beinagrind þessarar þjóðar.

Minna hef ég heyrt talað um það sem tveir kollegar í stétt fornleifafræðinga sögðu mér nýlega, nefnilega það að hvorki bagallinn né kallinn sjálfur hafi verið aðalmálið að mati þeirra sem skoðuðu kistuna og innihald hennar. Nei það miklu frekar að einkennilegt efni sem staðsett var á miðjum búk beinagrindarinnar sem vakti athygli.

Þegar þetta torkennilega efni var rannsakað betur kom þetta í ljós varðandi elsta varðveitta hluta elstu beinagrindar Íslands: Þetta var vömb Páls biskups menningarfrömuðar. Þannig virðist sem Páll hafi ekki bara verið fádæma sniðugur þegar hann fyrirskipaði um eigin steinkistugreftrun heldur virðist hann hafa mörgum öldum á undan sinni samtíð í að gera vel við sig í mat og drykk.

Það best varðveitta af elstu beinagrind þjóðarinnar er þannig spik. Efast um að margir af kirkjugestum Páls og skattgreiðendum liggi jafn pattarlegir í gröfum sínum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Helgi !

Þakka þér fyrir skemmtilega, og skilmerkilega frásögn, en........... frændi minn, Páll Jónsson byskup, og flest samtíðarfólk hans, hefir líklegast getað gert mun betur við sig; í mat og drykk (talandi um vömbina) heldur en seinna varð, meðal þjóðarinnar, t.d. sú örbirgð sem  ríkjandi var, hjá flestum landsmanna, á 17., 18. og frameftir 19. öldinni, enda landshagir og tíðarfar allt annað, hér á miðöldum en á þeim seinni.

Nú, nú...... varðandi steinkistuna, auðvitað hefir gamli maðurinn ekkert kært sig um, að rotna í einhverri maðkaveizlu neðanjarðar, bara virkilega skynsamleg og hagnýt ráðstöfun, á þeim tíma, ekki satt Helgi ?

Með kveðju, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum (en af Oddaverjaætt, líka sem Páll byskup)   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 14:08

2 Smámynd: Helgi Seljan

Þakka þennan góða punkt Óskar Helgi, það er eitthvað við þetta nafn þitt sem fær mig til að fyllast lotningu.

Fornleifafræðingarnir sem ég talaði við gáfu mér líka skýringu á öðru sem ég hef lengi velt fyrir mér og snýst um hvers vegna ég minnist þess bara að hafa lært um tvo tímabil Íslandssögunnar í barnaskóla; annars vegar það sem snýr að Landnámi Íslands og fyrstu árum þess, kristnitöku og etc og svo Sjálfstæði Íslendinga, og öll sagan af því brambolti öllu sama í Kaupmannahöfn.

Mínir heimildarmenn segja mér að þetta sjónarmið á Íslandssöguna hafi lengi verið landlægt hér á landi og megja líklegast og ekki síst rekja til nýfengis sjálfstæðis okkar.

Þjóð sem í þúsund ár bjó við hor og hokur, er fullyrðing sem gengur auðvitað ekkert upp þegar horft er á tímabilið fram til 1500. Þá vorum við í miklum samskiptum við Evrópu og höfðum það eftir því sem mér er sagt svipað og jafnvel betra en margir nágrannar okkar.

Annars er ég sammála þér varðandi Pál og hans hugmyndaríki; hver vill svo sem vera aðal- og eftirréttur í maðkaveislu?

Vonandi hafa fleiri gengið þarna um Suðurlandið þonnlaga.

Helgi Seljan, 20.1.2007 kl. 14:22

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Skemmtileg fræði hjá þér, sem ekki geta staðið athugasemdalaus

hafðu þetta: http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/105343/

og lifðu heill

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.1.2007 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband